Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1970, Page 43

Æskan - 01.11.1970, Page 43
Á Trafalgar Square stendur minnismerki Nelsons sjóliðsforingja, en Ijón af steini gjör gæta slyttunnar. átti að koma hér að tveimur dögum liðnum. Brezka sjónvarpið var hér í óða önn að koma fyrir tækjum sínum. í garðinum fyrir framan þinghúsið hélt lögreglan strangan vörð, en umhverfis er hár garður. Þau héldu austur á bóginn eftir Parliamentstræti, gengu fram hjá látlausri steinsúlu, sem er minnismerki um fallna brezka her- menn í tveimur heimsstyrjöldum. Ýmsir höfðu lagt kransa við fótstall minnismerkisins. Það segir sig sjálft, að margir, sem eiga um sárt að binda, vita ekki, hvar þeirra nánustu eru niðurkomnir eða öllu heldur jarðneskar leifar þeirra. Minnismerkið The Ceno- taph þjónar sem grafreitur slíkra manna. Hér í Whitehall er stöðugur ys og þys og stúlkurnar, sem voru nú farnar að venjast stórborginni, létu sér vel líka. Hliðargata úr Whitehail er Downing- stræti, og þar búa forsætisráðherrar Breta. Fyrir framan Downing- stræti nr. 10 stóð hópur fólks og tvær löggur á verði, sennilega til verndar Mr. Heath, en fyrir nokkrum dögum gerðist það, að kona kastaði dós með rauðri málningu að ráðherranum og bíl hans. Sáralítið af málningunni lenti þó á forsætisráðherranum heldur á bílstjóranum, sem voru dæmdar fjárskaðabætur frá kon- unni fyrir fataskemmdir. Andspænís Downingstræti nr. 10 beið hópur fólks sennilega í þeirri von að sjá hinn nýkjörna forsætis- ráðherra. Stöðugur straumur fólks var að húsdyrunum með bréf, böggla eða skilaboð, og fengu aðeins valdir inn að ganga. Hinir urðu að láta sér nægja að skila erindi sínu við dyrnar. Mikið var af ferðafólki í borginni, og jafnvel hér í Whitehall voru margir brynjaðir myndavélúm og hljóðupptökutækjum. í gamla Whitehall Palace, sem nú heitir einhverju allt öðru nafni og er kennt við hesta, sátu hestamenn og héldu vörð á hestbaki. Þar stóð varð- maður með brugðið sverð og heldur óárennilegur, en stúlkurnar brugðu sér upp að hlið hans meðan mynd var smellt af, alls óhræddar. Þarna hefur lífvörður drottningar aðsetur. Á Trafalgar Square gnæfir Nelsonsstyttan yfir torgið og umhverfið, en það liggur við að dúfurnar, sem halda sig þarna, hafi næstum gert Nelson gamla útlægan, svo margar eru þær og aðgangsharðar. Á fótstalli Nelsonsminnismerkisins eru margar lágmyndir og eiga þær að sýna atriði úr iífi þessarar frægustu sjóhetju Bretaveldis fyrr og siðar. En Ijónin fjögur, sem liggja hér fram á lappir sínar, halda vörð um styttuna. Eftir að hafa skoðað Trafalgar Square svo sem bezt mátti verða var haldið til skrifstofu Flugfélags ís- Jóhann Sigurðsson fulltrúi Flugfélags islands i London ræddi við stúlkurnar og sagði þeim sitthvað um Bretland. lands, þar sem Jóhann Sigurðsson ræður rikjum. Jóhann Sig- urðsson hefur búið í Englandi í ein tuttugu ár og þekkir staðinn eins og innfæddur, svo sem vita má. Þar hittu þær stöllurnar Robert Miller, sem hefur verið í þjónustu Flugfélagsins í 12 ár og er þaulkunnugur íslandi og íslendingum eins og vænta má. Nú var degi tekið að halla, enda voru ferðafélagarnir margt búnir að sjá og upplifa. Eftir að hafa ráðfært sig við Jóhann Sig- urðsson og Bob Miller var ákveðið að fara í bíó um kvöldið og sjá kvikmyndina „Paint your Wagon”. Þau voru á tilsettum tima við bióið, sem er á horni Charing Cross Road og Oxford Street. Myndin hófst von bráðar og stúlkurnar voru hissa á öllum þeim mannfjölda, sem rúmaðist í þessu biói, enda var þetta hið mesta stórhýsi. Kvikmyndin „Paint your Wagon” er dálítið i sama anda og Oklahoma og fleiri áþekkir amerískir söngleikir. Efnisþráð- urinn er i stuttu máli sá, að hópur gullgrafara er á leið til nýrra slóða, þar sem frétzt hefur um gull. Á leiðinni hendir slys bræður tvo, sem aka saman í vagni. Vagninn valt niður háa brekku og endaði niður við á. Þar lézt annar bróðirinn, en hinn lifði af, illa slasaður þó. Þarna er á ferðinni ævintýramaður, sem er heldur óreglusamur en góðhjartaður svo af ber. Hann tekur að hjúkra hinum særða gullgrafara og kemur honum til heilsu. Er nú ekki að orðlengja það, að þeir taka til að grafa gull og verða hinir mestu mátar. Þarna kenndi margra grasa í gullgrafarahópnum. Bratt rís bær við ána, ,,No name city“ eða Ónefnda borgin. Lengra verður eínið ekki rakið hér, en myndin var bráðskemmtileg, og Sóley og Valhildur skemmtu sér vel. Eftir að þær komu úr bióinu fengu þær sér pylsur á götuhorni þar i grenndinni. Veðrið var milt og hlýtt og fólkið gekk léttklætt fram og aftur. Þó þetta væri i júní og lengstur sólargangur, var svartamyrkur. Ferðafélag- arnir náðu sér i bíl og óku heim á hótelið, og stúlkurnar urðu fegnar að hvíla sig eftir langan og ævintýraríkan dag. Morguninn eftir vöknuðu þær Valhildur og Sóley við það, að glampandi sólin skein inn um gluggann. Sveinn kom og sagði þeim, að nú væri ekki til setu boðið, heldur skyldi haldið sem leið lá beini í dýragarðinn. Eftir að hafa snætt morgunverð gengu þau út á næstu neðanjarðarjárnbrautarstöð og óku með henni upp á Piccadilly Circus. Þar var skipt yfir í aðra lest og ekið upp i Regent Park. Þaðan gengu þau svo i gegnum marga garða í áttina að dýragarðinum. Nú var bezta veður og er þau komu i 591
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.