Æskan

Årgang

Æskan - 01.11.1970, Side 44

Æskan - 01.11.1970, Side 44
f Whitehali, skammt frá Trafalgar Square, eru margar stjórnar- skrifstofur brezka heimsveldisins. Þarna eru líka margir skraut- lega klæddir varðmenn, og svipbreytingar á andliti þeirra eru jafn fáséðar og á Ijónunum á Trafalgar Square. dýragarðinn var hitinn um 20 stig og dauft sólskin. Stúlkurnar byrjuðu á því að fó sér ís, en síðan hófst gangan. Þær byrjuðu á því að skoða fuglana. Þar sem þetta var árla dags, gengu verðirnir um með kústa og slöngur og þvoðu búrin. Er þau höfðu skoðað erni og aðra ránfugla, var gengið í páfagaukahúsið. Ekki þurfti neinn leiðarvísi þangað, gargið i fuglunum nægði. Fyrir utan fuglahúsið voru trönur, flamingóar og fleiri fuglar, hinir virðulegustu á að líta og háleggjaðir mjög. Stúlkurnar fóru yfir í vinstri heiming garðsins í gegnum undirgang og skoðuðu ugl- urnar og fóru siðan að Snowdon dýrasafninu. Ekki voru uglurnar allar árennilegar, en snæuglan, sem líka er til á íslandi, var einna fallegust. Snowdon-fuglabúrið er með þeim hætti, að hægt er að ganga í gegnum það. í þessu stóra fuglabúri, sem er reyndar heimur út af fyrir sig, eru margir tilbúnir fossar, og gróð- urinn er fjölbreyttur. Fuglategundir þar inni munu vera um 50. Næst komu þau að apabúrum, þar sem apakettir ýmissa tegunda léku listir sínar. Einn sat ákaflega spekingslegur og horfði á mannskapinn. Annars er það óvanalegt, að aparnir séu lengi kyrrir á sama stað. Eftir dýragarðinum gengur skurður, sem er fær bátum. Eftir honum ganga bátar, sem flytja fólkið fram og aftur, og eru þetta hin vinsælustu farartæki eftir aðsókninni að dæma. Kengúrurnar voru ósköp vingjarnlegar. Þær sátu á aftur- fótunum og studdu sig við sína sterku og miklu rófu og nörtuðu í gulrætur og epli, sem þeim höfðu verið gefin rétt áður. Það hlýtur að vera mikið verk að halda dýragarðinum hreinum, enda voru víða menn við hreingerningar. Þarna voru merkileg dýr, svokölluð yak frá Tíbet, Kasmír og suðvestur Kfna. Þetta minnti á sambland af nauti og sauðnauti, og þeir drógu hárið niður undir jörð. í hjartarhúsinu voru auk stóru dýranna litlir bambar, ákaflega fallegir. Þarna voru afrískir bufflar og evrópskir bison- ar saman í húsi, og þar inni var mikil fjósalykt. Einnig voru þarna villihestar, en í síkjum fyrir utan voru gullfiskar. Rósailmurinn var dásamlegur, enda allt i fullum blóma. Því miður voru giraff- arnir ekki úti, en aftur á móti úlfaldarnir. Gíraffarnir voru inni, þeir voru ákaflega hreinlegar og huggulegar skepnur, fannst stúlkunum, og þeir snæddu morgunverðinn af beztu lyst. Þessu næst fóru þau í fiskasafnið. Það var dimmt fyrir augum, þegar komið var inn, en fiskarnir voru í upplýstum búrum til beggja 592
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.