Skírnir - 01.08.1917, Side 20
242
Einsamall á Kaldadal.
[Skirnir
mikið sem limlest sig. Hellirinn hlýtur að vera vígður
Skyldi nafni minn hinn góði hafa leitað sér þar hælis ?
Þegar inn kemur úr klungrinu stendur maður í hvelf-
ingu, sem yfirgengur langsamlega alt, sem gert er af'
mannahöndum í heiminum. Slíka hrikabygging byggir
enginn mannlegur máttur. Hvelflng Pálskirkjunnar í:
London er eins og barnaleikfang hjá þessu.
Innan skams gengur maður á gömlum, hörðum hjarn-
fönnum í liellisbotninum, þar til maður kemur aftur undir
bert loft. Það er undir fremstu gjánni og þar er ræn-
ingjabælið til beggja handa, beinahellirinn öðru megin,.
vígishellirinn hinum megin. Því að Surtsliellirinn e r gam-
alt ræningjabæli. Um það verður aldrei þráttað.
Eg varð guðsfeginn að komast aftur út og upp á
hraunið, án þess nokkurt af þessum heljarbjörgum dytti
ofan í höfuðið á mér. Seinna klöngraðist eg ofan í instiu
gjána og inn í »ísorgelið«. Þar var þeim mun verra en
í framhellinum sem myrkrið var svartara, gólfið liálla,
loftið inniklemdara og kuldinn ætlaði að drepa mann. En
fáránlegt er að sjá ljósið borið innan um »orgelpípurnar«,.
og enginn getur séð þá sjón í draumi, nema hann hafi:
áður séð hana i vöku.
Af öllu þvi, sem eg hefi heyrt um Surtshelli, er mér einna-
fastast í minni kvæði Uríms Thomsens, þegar hann og
förunautar hans setja séra Pál Thorarensen í þá þraut að-
kveða bergmálið í kútinn. Grímur endar með
þessu erindi:
Ef draugar kynnu að drekka vín,
oss datt í hug að minnast þín,
sem „hjartað áttir hlaðið kurt“, —
og hressa líka gamla Surt.
Við skildum eftir fulla flösku og fórum burt.
Fám klukkustundum síðar var eg kominn upp
Strútinn. Tveir drengir frá Kalmanstungu voru með mér.
Fjórir hestar stóðu bundnir á streng i flesjunum fyrir