Skírnir - 01.08.1917, Qupperneq 23
Skírnir]
Einsamall á Kaldadal.
245
steyptust upp hinar breiðu bungur, sem allar eru með
gíg efst i kollinum, en allar með hægum halla til allra
liliða, nokkurn veginn jöfnum, og allar með hverri hraun-
steypunni ofan á annari. Vafalaust eru allar bungurnar
undir Langjökli þannig myndaðar. Þessar steypur hafa
líklega bygst upp rétt fyrir siðustu isöld.
Veðramót. — Það er eitt af þessum ágætu ís-
lenzku alþýðuorðum, sem grípur yfir mikla hugsun. Aldrei
hal'ði eg skilið það til fulls fyr en þenna dag, sem eg
stóð uppi á Strútnum. Hann stendur á veðramótum.
Sjaldan viðrar eins á Suður- og Norðurlandi, og mun-
ar oft svo miklu, að alt annað sumar er fyrir norðan en
sunnan. Svo var þetta sumar: rosa- og vætutíð á Norð-
urlandi, þurka- og blíðu-tíð á Suðurlandi.
Beltið, sem skiftir veðráttunni, liggur um höfuðjökl-
ana og vestur af; skiftist stundum um Snæfellsnes, stund-
uni um Glámu. Borgarfjörðurinn fær beggja blands.
Strúturinn er i miðju beltinu.
Og nú fékk eg að sjá sjón, sem eg hefði fráleitt get-
að imyndað mér.
Fyi' en varði var kominn úfinu og ljótur þokumökkur
á notðurheiðarnar. Hann kom eins og skollinn úr sauð-
arleggnum upp úr dölunum í Iíúnavatnssýslu. Þegar
hann kom upp á heiðarnar, þéttist hann og bólgnaði út,
en fór þó ekki lengra að sinni. Og liann korn ekki ein-
samall Beljandi landnyrðingur var með honum, sern < ins
°g kýfði honurn ofan á heiðarnar. Vötnin fyrir ncðan
okkur hvitfyssuðu og rótuðust upp frá grunni af stormin-
u,a- Skinnaköstin þutu eftir þeim eins og eldingar. Þetta
var nú norður undan, en þegar við litum lieim að Kal-
manstungu, sem stendur undir suðurdrögum fjallsins, sá um
við að rokið var líka komið þangað. Það tætti reykinn
úr reykháflnum og fólkið úti á túninu ætlaði að missa
flekkinn út úr höndunum á sér. Og það sleit vatnið upp
úr straumöldunum á Geitlandsánum. En------------u p p i á,
S t r ú t n u m var blæja-logn, svo blæ-kyrt veður, að eg