Skírnir - 01.08.1917, Side 28
250
Einsamall á Kaldadal.
[Skírnir
og ýtt þessu á undan sér. Nú er langt þaðan upp að
jöklinum, en hryggurinn liggur bogadreginn austan í Okinu,
og fleiri slíkir bæði fyrir ofan hann og neðan. Minnir
þetta landslag á hrikaleg hornahlaup á fjallinu. Meðfram
öllum hryggnum að ofanverðu liggur skafl, sem sjaldan
hverfur alt sumarið. Þokan var svo þykk, að sjaldan
hjó ofan í skaflinn, þó að vegurinn lægi í brúninni, en sá
-var munurinn, að hægra megin við mig var þokan hvít
— yfir skaflinum — en hinum megin dökk — yfir auð-
um melunum. Auðséð var þó, að eg var neðst í þokunni,
því að við og við lyfti henni lítið eitt frá jörðu. Hjó þá
í jöklana hinu megin dalsins og — mynnið á Þórisdal.
Aldrei hefir mér skilist betur en þennan dag hvernig
fjallaþokan hefir blátt áfram s k a p a ð útilegumanna-trúna,
•enda byrja flestar útilegumannasögur í þokunni. Maður
verður undarlega á sig kominn uppi á reginfjöllum í
blind-þoku. Einhver undarlegur beygur sezt að i manni,
• einhver undarleg óþreyja, sem menn megna ekki að
hrinda af sér. Manni finst sér ekkert miða. — Alt af
finst manni hann vera að fara fram hjá sama steininum.
Alt af kviðir maður fyrir að mæta einhverju. Alt af heyr-
ist manni eitthvað. Alt af er eins og eitthvað sé á sveimi
í kringum mann. Þannig var mér farið, og þannig var
hestunum mínum farið líka. Eg hafði tvo hesta, sem eg
átti sjálfur, svo samvalda að vexti og fegurð, að orð var
á því gert hvar sem eg kom, að sjaldan sæust tveir slíkir
;í eins manns eigu. En nú voru þeir latir, alt af að sperra
eyrun og hlusta, alt af hjartveikir, og eins og þeir mundu
:fælast þegar minstum vonum varði, og varla hægt að
iiiudda þeim úr sporunum. Það ýrði lítið eitt úr þokunni,
svo að bæði eg og hestarnir urðum gráir utan af nærri
ósýnilega smáum dropum. Það var þreytandi ferðalag.
Mér fanst líkast því, að eg væri dauður og væri nú stadd-
>ur milli tveggja heima á anda beggja hestanna, — gamli
i heimurinn horfinn, nýi heimurinn ekki runninn upp, og eg
• dæmdur til þess fyrir syndir mínar að hjakka alt af ofan
,í sama farið, strita og strita, en komast ekkert áfram!