Skírnir - 01.08.1917, Síða 56
278
Páll postuli og söfnuðurinn i Korintuborg.
[Skírnir
lengstu og merkustu bréfum Páls. Ýmislegt mætti græða
á því, að gefa hér innihald þess með nokkrum skýringum,
en eg geri það þó eigi, vegna þess að það yrði alllangt
mál. Enda getur hver maður í þess stað lesið bréfið sjáift
með aðgæzlu, og flest, sem mestu máli skiftir, hefir þegar
verið nefnt.
Bréf þetta sendi Páll svo með ónefndum »bræðrum«‘),
og bjóst við að það mundi koma til safnaðarins á undan
Timóteusi2) Hann hefir vafalaust sent það sjóleiðina, en
Timóteus hugðist að dvelja nokkuð á leiðinni.
IV.
Astandið versnar — Skyndiför Páls — Miðbréfið — Alt,
fellur í Ijúfa löð — Annað Korintubréf — Síðasta
koma Páls.
í bréfinu gerir Páll ráð fvrir því, að hann muni heim-
sækja Korintusöfnuðina bráðlega3) Stnrf hans í Efesus
var enn þá mikið og »andstæðingarnir margir«, og hann
bjóst því við að dvelja þar fram yfir hvítasunnu. Þá ætl-
aði hann að leggja leið sína um Makedóníu, og dvelja svo
ef til vildi vetrarlangt í Korintu4). En þessi ráðagerð fór öll
á annan veg. Það er ljóst af stöðum í 2. Korintubréfinu,
að Páll hafði tvisvar komið til borgarinnar, er hann ritar
það, og talar um komu sína hina næstu sem þá þriðju5).
Hann talar og um sorglega komu til þeirra0), og getur
það ekki átt við fyrstu komu hans. Nú er óhugsandi að
þessi koma Páls hafi verið á undan dvöl hans, sem við
þekkjum, og hirði eg eigi að leiða rök að því hér. Páll
hefir því hlotið að koma snöggva ferð til Korintu milli
þess sem hann ritar fyrra og síðara bréfið, sem vér eig-
um. Ber mönnum ekki alveg saraan um það, hvernig
rekja eigi viðburðina, en líklegt er, að þeir hafi verið
eitthvað á þessa leið; Sendiför Tímóteusar og fyrra
') 1 Kor. 16, 11, 12. 2) 1 Kor. 16, 10. *) 1 Kor. 4, 19; 11, 34;
16, 3. ‘) 1 Kor. 16, 3 n. n. 6) 2 Kor. 12, 14; 13, 1,2. «) 2 Kor. 2, 2.