Skírnir - 01.08.1917, Blaðsíða 64
líTnn um ættarnöfn á íslandi.
Mikið hefir verið talað og ritað um ættarnöfn á ís-
landi undanfarið, og hafa flestir, er hafa lagt orð í belg,.
verið þeim óvinveittir og ráðist allóþyrmilega á þau. Það
hefir óspart verið gert gys að nafnanefndinni, að nefndar-
áliti hennar og nafnaskrám. Það hefir verið talað um
ætt&YnsánSi-farganið, um að »apa« eftir heimskulegum út-
lendum siðum, um að gleyma foreldri sinu o. m. fl. Mál-
fræðingar hafa reynt að sanna, að ættarnöfn ríði yfirleitt
í bága við eðli íslenzkunnar.
Samt sem áður er óðum verið að taka upp ættarnöfn,
og margir góðir og skynsamir menn, sumir jafnvel orð-
hagastir og ritfærastir menn þessa lands og hinir mestu
íslenzku-vinir, eru ættarnöínum hlyntir.
Eg reit í vor stutta grein um ættarnöfn í Morgunbl.
til þess að hrekja staðlausustu staðhæfingar þessara and-
stæðinga. Én mig langar til að rökstyðja mál mitt ýtar-
legar en þar var hægt að gera.
Þörfin á œttarnöfnum.
Þó að megi finna eitthvað að þeim uppástungum, sem
nafnanefndin hefir borið upp — eins bandvitlausar og
ættarnafna-fjendur telja þær, eru þær nú ekki, sumar eru
jafnvel góðar — þá er þar með alls ekki sannað, að
ættarnöfn eigi alls ekki við á íslandi eða riði í bága við
eðli málsins.
Sé þörf á ættarnöfnum og séu uppástungur nefndar-
innar gagnstæðar eðli málsins, verður að leita að öðrum
betri nöfnum. Enginn segi mér, að íslenzkan sé svo snauð,,