Skírnir - 01.08.1917, Qupperneq 65
Skirnir]
Enn um ættarnöfn 4 íelandi.
287'
að eigi megi búa til góð íslenzk ættarnöfn. Kússneskan,
sem er beygingamál eins og islenzkan, notar ættarnöfn!
»En þörfin á ættarnöfnum er engin hér á landi,« segja
menn, »ættarnafnasiðurinn er óþjóðlegur; þar á móti er
föðurnafnasiðurinn gamall og góður íslenzkur siður og að'
halda honum uppi er sama sem að sýna ræktarsemi við'
foreldri sitt«.
Þörfin er ef til vill e n n eigi bráðnauðsynleg, en
nokkur er hún þó og ekki alllítil. Væri föðurnafnasiður-
inn svo þjóðlegur, eins og margir halda og halda fram,
svo væri öðru máli að gegna. En það hefir verið marg-
sannað, að svo er eigi. Hann er að eins »úrelt þing«, sem:
hefir orðið eftir á íslandi eftir að liafa lagst niður viðast
hvar annarstaðar. Og eigi er a 11 gott, þótt gamalt sé, —
jafnvel þótt margt nýtt sé ónýtt. Á Rússlandi eru þó föð-
urnöfn enn notuð — en jafnframt ættarnöfnum. Allir þar
eðaflestir eiga þrjú nöfn: eiginheiti, föðurnafn og ættarnafn..
Og hvað ræktarsemina snertir, þá liggja til þess þam
svör, að liér getur ekki verið að tala nema um ræktar-
semi við f ö ð u r sinn. Fæstir kenna sig þó við móður
sína; enda mundi það vera miður hentugt, ef sumir kendu1
s'g við föður sinn, en aðrir við móður sina. Hei, tölum
sem fæst um ræktarsemi í þessu sambandi. Ætli ættar-
nafnasiðurinn sýni ekki meiri ræktarsemi, þ. e. a. s. ekki
eingöngu við föðurinn, heldur við alla kynkvísl lians. Það
er því hin mesta fásinna að tala um ræktarleysi í sam-
bandi við ættarnöfn. Ef það að taka upp ættarnöfn í
staðinn fyrir föðurnafn sitt sýnir ræktarleysi við foreldri.
sitt, þ á e r u f 1 e s t a r a ð r a r þ j ó ð i r r æ k t a r 1 a u s-
a r> Þ á e r u í s 1 e n d i n g a r e i n a r æ k t a r s a m a>
Þ j ó ð i n eða því sem næst. Fyr má nú vera þjóðskrumið-
' eöa hugsunarleysið. Sú staðhæfing er mjög svo móðg-
andi í garð hinna þjóðanna.
Hvers vegna hafa flestar þjóðir tekið upp ættarnafna-
siðinn? Vegna þess að föðurnafnasiðurinn (einn) liefir
reynst mjög svo ó h e n t u g u r, hann hefir valdið hinni
mcgnustu rúglun. Áður fyr var föðurnafnasiðurinn al-