Skírnir - 01.08.1917, Síða 72
294
Enn nm ættnrnöfn á íilandi.
[Skirnir
málinu stafar af þess konar »reglulegum« afbrigðum er
engin.
Þess vegna er heldur engin ástæða að fjargviðrast
avo mikið yflr endingunum -an, -on, -fer og -star, sem
nefndin hefir búið til eða tekið upp.
Eins og það er ómögulegt að komast alveg hjá út-
lendum orðum í íslenzku, og það jafnvel i s u m u m til-
fellum er betra að taka upp útlent orð og samlaga það mál-
inu í staðinn fyrir að búa til óþjált innlent nýyrði, eins
mætti í s t ö k u tilfellum taka upp útlenzka afleiðsluend-
ingu og samlaga hana málinu, þar sem þetta myndi auðga
málið án þess að spilla því.
Eg er þó ekki endingunum -fer og -star meðmæltur.
Mér þykja þær ekki fallegar, og nokkuð gerræðislegar,
enda eru þær óþarfar, ef það sem eg hefi sagt að ofan
um -fjörð og -stað er rétt.
Um endinguna -on er að segja að hún merkir ekkert
og hana vantar líkingu í málinu, þó hún sé hvorki Ijót
né óíslenzkuleg (smbr. Hákon)1).
öðru máli er að gegna með endinguna -an. Keltnesku
nöfnin Kamban, Kvaran o. s. frv. eiga sér hefð í málinu
og geta verið alveg eins íslenzk og nöfn svo sem Jón, Hannes,
Katrín, Kristín, Kristinn, Lárus, Margvét, Mattías, Níels,
Pétur. Og auk þess eru samhljóða endingar til í alinn-
lendum orðum (aftan-n, þjóðan-n; gaman, óáran, ólyfjan;
austan, vestan, héðan, handan, heiman o. s. frv.) I at-
viksorðum hefir þessi ending merkinguna f r á. Þessa
merkingu endingarinnar hefir nefndin notað til þess að
tákna upptök á einhverjum stað og hefir skeytt það við
ýms staðarheiti. Svo merkir B a k k a n frá Bakka,
H 1 í ð a n frá Hlíð, M e 1 a n frá Melum o. s. frv. Það er
það sem ef til vill mætti kalla stælingar-myndun
(analogi), og sem á sér stað í öllum málum. Miður
heppilegt virðist þó að skeyta -an við mannanöfn svo sem
') Enda geðjast mönnum þessar endingar -fer, -star og -on litt, og
hafa engir — mér vitanlega — tekið þær upp enn.