Skírnir - 01.08.1917, Page 81
Sklrnir]
Guðmundur Magnússon sagnaskáld.
303-
8krifa >Sögur frá Skaftáreldum«. Eg ætla um þetta efni
að færa hér til ummæli þess manns, sem færastur er um það'
að dæma. Þorv. Thoroddsen prófessor segir um fyrra
bindi Skaftáreldasagnanna: »Eg hefi með mikilli ánægju
lesið sögur Jóns Trausta frá Skaftáreldi, og finst mér höf.
hafa ágætlega tekist að leiða í ljós áhrif þessa voðavið-
burðar á þjóðlíf þess tíma. Það er mjög sjaldgæft, að
skáldsagnahöfundar kynni sér jafn vel sögu þess' tímabils,.
sem þeir rita um, eins og Jón Trausti hefir gert; til þess
hefir þurft mikla elju og fyrirhöfn. — Smávegis galla má
eðlilega finna í þessari bók, sem öðrum, en þeim er svo
varið, að hægt er að leiðrétta þá í nýrri útgáfu. Erlendis
hefir það verið talin skylda skálda, sem um söguleg efni
rita, eða láta aðalpersónur sagnfræðinnar koma fram með-
réttum einkennum hinnar ítrustu söguþekkingar, en það1
er talið fult skáldaleyfi, að lýsa og skipa niður viðburð-
unum í lífi smámenna eftir þvi, sem bezt hentar í skáld-
sögunni. Með þessu fær alþýða manna gott og rétt yfir-
lit yfir aðaldrætti sögunnar, en skáldið hefir fult frelsi
fyrir hugmyndaflugið innan við vébönd almennrar sagn-
fræði. Það er ekki hlutverk skáldsins, að fræða menn
um æfiatriði, ætt og einkenni ómerkilegra manna, sern
enga þýðingu hafa i þjóðarsögunni. — Náttúrulýsingarnar
i bók þessari eru mjög góðar, sannar og áhrifamiklar, og
höf. notar heimildarritin með athygli og dómgreind. Væri
óskandi að íslendingar fengju margar slíkar skáldsögur,.
sem jafn vel og þessi sýndu þeim viðburði liðinni alda í
skuggsjá nútímans; af þeim gætu þeir margt lært um
landið sitt, og um kjör og lífsskilyrði hinnar íslenzku
þjóðar. Það gæti ef til vill nokkuð lægt belging heimskra
ruanna og sýnt hugsandi fólki, hve áriðandi það er, að
islenzk alþýða lagi sig eftir þeim náttúruskilyrðum, sem
fyrir hendi eru, svo að hún hlaupi ekki í gönur og sé
svo óviðbúin og ráðalaus, þegar ólánsviðburðir skella yfir«.
(Lögr. 5. marz 1913).
Næsti sagnaflokkur Jóns Trausta er »Góðir stofnar«,.
.1 órar sögur, sem komu út í 2 bindum 1914 og 1915. Mest-