Skírnir - 01.08.1917, Síða 84
306
Guðmundur Magnússon sagnaskáld.
[Sklrnir
verki, eigi sízt á skáldverkum. En málfræðisvizka
gerir engan mann að skáldi, og hitt er ekki heldur heimt-
andi af öllum skáldum, að þau séu líka málfræðingar..
Ekki er málfræðisþekking heldur næg til þess, að kenna
mönnum að setja vel fram hugsanir sínar. Lærða mál-
fræðinga getur skort mikið á að gera það svo, að list sé
í. Eg tek þetta fram af því að mörgum hefir orðið skraf-
drjúgt um, að málið væri óvandað á sögum Jóns Trausta..
En eg get ekki betur fundið en að miklu meira orð sé'á
þessu gert en rétt er. Það er sjálfsagt,. að orð og orð
koma fyrir í bókum hans, sem bera þess vott, að hann
sé ekki lærður málfræðingur. En bæði hér á landi og
annarstaðar er því svo varið, að fáir af rithöfundunum
eru það. Hann er ekki heldur neinn sérlegur listamaður
í meðferð málsins, kostir hans liggja ekki á því sviði.
En hann ritar d&glegt mál létt, áferðarfallegt og blátt
áfram, tilgerðarlaust og óþvingað. Sú málfræðisþekking,..
sem hann hefir aflað sér, og sú framsetning, sem hann
hefir valið sér og tamið sér, hefir nægt honum til þess,
að skapa listaverk á íslenzka tungu. Og það er höfuð-
atriðið, sem eftir er sózt, og um er að tala.
Þ. G.