Skírnir - 01.08.1917, Page 86
308
Utan úr heimi.
[Skirnir
orðið skæSur keppinautur á undan ófriSnum. Er það auSsætt á
því, aS áriS 1904 hafSi Bretland 18 °/0 af allri heimsverEluninni en
Þ/zkaland H.7%, en áriS 1913 var Bretland komið niður í 16,6%,
en Þ/zkaland upp í 12,9°/0. Þá var meS öðrum orðum Þýzkaland
komiS langt fram úr Bandaríkjunum (9,9%) °g Frakklandi (9%),
og á góðum vegi með að verða jafnoki Bretlands.
Auðvitað sáu Englendingar hverju fram fór. Og árið 1912
komu fram uppástungur frá einstöku mönnum um aS eigi mundi
úr vegi aS reyna að endurbæta landbúnaðinn. Var synt fram á
!þaS, að landbúnaður allur á Englandi væri orðinn langt aftur úr
landbúnaði allra annara mentaþjóða Evrópu, og hefði hrakað að
mun síSustu áratugi. En ekkert var þó gert af stjórnarinnar hálfu.
Og svo kom ófriðurinn.
Og ófriðurinn hefir betur enn nokkuð annað fært Englending-
um heim sanninn um, h»e undralangt þeir eru orðnir aftur úr á
ýmsum sviðum, og það á ýmsum sviðum, sem eru afarmikilvæg
hverri þjóð, ef vel á að fara. Má til nefna landbúnað, fiskiveiðar,
iðnnám alþýðu, Bkóla og borgaralega löggjöf í ýmsum greinum.
Og nú, meðan ófriðurinn geysar ákafar en nokkru sinni áSur
■og Englendingar leggja alt sem þeir megna í sölurnar til að bera
hærra hlut úr býtum gagnvart Þjóðverjum, sjáum vór þá sjaldgæfu
sýn, að þeir taka fjandmenn sína til fyrirmyndar á ótal sviðum,
bera saman ástandið hjá sór og ástandiö hjá Þjóðverjum og eru
nægilega drenglyndir til að kannast við í hverju þeim sjálfum só
áfátt og að hve miklu leyti þeir geti tekið Þjóðverja sór til fyrir-
myndar.
Skal eg nú drepa hór á hið heizca, sem fyrirhugað er til um-
bóta af Englendinga hálfu á ýmsúm sviðum innanlands.
I. Landbúnaður. Skömmu eftir aldamótin 1800 gat
Tómas Sæmundsson með sanni sagt: »Hvergi er jarðyrkja betur
stunduð en á Englandi, en fæstir bændur búa þar á sjálfs síns
eign«. Hann var þá að mæla á móti sölu íslenzkra þjóðjarða. Nú
■mundi hann segja annað, ef hann mætti líta upp úr gröf sinni.
Síðan þá hefir jarðyrkju fleygt fram víðast hvar í heiminum nema
á Englandi, og ef til vill á íslandi. Og af því »það er svo bágt aS
standa í stað — og mönnunum munar annaðhvort aftur á bak,
ellegar nokkuð á leið((, þá hefir orðið sú reyndin á, að landbúnaS-
urlnn enski hefir ekki staðiS í stað, þegar honum hætti að fara
fram. Honum hefir munað aftur á bak og það Btórum.
Þegar Tómas Sæmundsson reit framanskráð orð, var fæddur