Skírnir - 01.08.1917, Side 93
■Skirnir]
Utan úr heimi.
315
rgrein á Bretlandi, sem konur starfi ekki f jöfnum höndum viö
karla — og stundum einar saman — að undanteknum siglingum
■og fiskiveiðum. Stjórnin hefir leitað sér upplysinga um starf þess-
ara kvenna, og er því hælt í hvívetna. Og nýlega hefir hermála-
stjórnin brezka gefið út hefti með fjölda mynda af starfsemi kvenn-
anna og með nákvæmum skýrslum um alt þar að lútandi. En
hvernig er þeim launað? Jú, þar sem stjórnin ræður laununum
— á vopnaverksmiðjum og stjórnarskrifstofum—fá þær 8 shillings
að meðaltali á viku fyrir 8 stunda vinnu á dag! Sjálfar verða
þær að sjá sór fyrir fæði og húsnæði. Það er því angin furða, þó
onargar af konum þessum smámsaman gangi úr skaftinu.
Eins og eðlilegt er, verða allar verulegar umbætur að bíða
friðartíma. Og tillögur nefnda þeirra, sem um málið hafa fjallað,
virðast svo viturlegar og sanngjarnar á báða bóga, að ástæða er til
að vænta sór mikils góðs af þeim, ef þær komast í framkvæmd.
Skal eg nú stuttlega drepa á helztu atriðin.
í fyrsta lagi verða iðnir og vísindi að taka böndum saman
miklu meir en áður. Og verður rikið að koma á fót vísindastofn-
'Unum, er taki að sór almennar rannsóknir á öllum þeim sviðum,
8em um er að ræða. En þar að auki verður hver iðngrein út af
Jyrir sig að standa í nánu sambandi og vera í samvinnu við efna-
fræðislegar vísindastofnanir í sínum sórgreinum. Auk þess þarf að
auka sem mest notkun vinnusparandi vóla og ryðja burt ýmsum
höftum, sem nú eru til hindrunar skynsamlegu fyrirkomulagi í
.ýmsum greinum. Þá er og einsætt að hagnýta sór sem bezt allar
uppgötvanir hinna svonefndu vinnuvísinda, »scientific management«.
Sá hefir orðið hængur á hingað til, að flestar þannig lagaðar
breytingar hafa mætt meiri eða minni mótspyrnu hjá verkamönn-
^im, enda oft orðið sú reyndin á, að verksmiðjueigandi hefir haft
aðalhagnaðinn af þeim. Til þess að sigla fyrir þessi sker, er nú
stungið upp á því, að verkamenn sjálfir fái að jafnaði að hafa hönd
i bagga með um tilhögun og framleiðslu í iðngrein hverri. Er
róttilega bent á, að a u ð magn og vinna eru hór tveir aðilar,
•er hvorugur geta án annars verið. Og báðir þessir aðilar verði að
læra listina þá, að skoða sórhverja iðngrein sem nauðsynlegt líffæri
f þjóðarlíkamanum, og hafa það hugfast, að þeir bera báðir að
,-jöfnu ábyrgð á því, að líffæri þetta þroskist og starfi sem bezt. —
Er auðsætt að þetta er talsverð breyting frá þeim hugsunarhætti,
ur aðeins lítur á eigin hagsmuni — sem flestum því miður mun
tamastur um víða veröld.