Skírnir - 01.08.1917, Page 99
'Skirnir]
Þingstaðarinn undir Yalfelli.
321
■vestur með Múlum. Þá væri bezta samræmi orðið milli alls sem
!báðar sögurnar segja um þingstaSinn.
Þingdeilan sem Egla segir frá, gerSist 5 árum fyr en
'búðabyggingin sem Gunnlaugssaga getur um. Og Gunnlaugssaga
vill fyrirbyggja misskilning, sem ieiða kunni af flutning þingstaS-
arins, með orðunum: »Þar (þ. e. undir Valfelli) var þ á (c. 983)
þingstöð þeirra Borgfirðinganna«. — En hvort var þá þingstöSin
fyr undir Valfelli eSa við Þinghól? — Sé frásögn beggja sagnanna
rótt eius og hún liggur nú fyrir, þá ætti ÞinghólsstöSin að vera
•eldri, og þá ættu vel við orð söguritarans um að Þorsteinn hafi
rá&iS þ a r mest þingsköpum, »því að svo hafSi verið meSan Egill
fór meS goSorð og mannaforráð«. Slíkt hefSi auSvitað mátt segja
á hverjum staðnum sem þingið var háð, en fremur virðast mór
■orðin benda til þess, að um hinn upprunalega (eldra) þingstað só
að ræSa. Hefði þá þingstaðurinn átt að vera færður vestur undir
Valfell þegar eftir þingið 978. — En móti því mæla orð Eglu:
^gegnt þingstöð«, sem áður eru tilfærð; — fallnir búSarveggir eftir
örfá ár, — en einkum það, að ef þingstaðurinu hefði einu sinni
verið fluttur frá Þinghól og vestur undir Múla, er ósennilegt aS
hann hefði veriS fluttur aftur að Þinghól. En rústir allar á Þing-
hól voru miklu uuglegri en við Urriðaá, og meiri alþýðusagnir
^ylgdu þeim staS fram á 19. öldina; en þá var þingstöðin undir
Valfelli næstum gleymd. Mín hugmynd er sú, að Egill og Þor-
steinn hafi háð þing undir Valfelli meðan þeir höfðu mannaforráð,
°g virðist sá staður mjög vel valinn, meðal annars með hliðsjón af
Því, að Borgarfeðgar áttu mesta og bezta liðsvon vestan og neðan
af Mýrum. AS landskostum var stöðin. undir Valfelli vel úr garði
gerð. — Þurlend, en þó gnógt og gott vatn í uppsprettulindum og
anni. Skjól hið bezta. Góðir hagar og nógur skógur í nánd. Mjög
heppileg þingbrekka í fjallsrótunum, örskamt frá búðartóftunum,
81 Þangað u p p að ganga.
Með línum þessum er það tilgangur minn að minna á þing-
etöðina undir Valfelli. Er vonandi að staðurinn verði rannsakaður
af fornfræðingum. Benda pildi eg einnig á, að ef til vili er þing-
staðurinn eldri, þótt Egla virðist telja Þinghól eldri, ef alt er látið
velta á orðunum »neðan með G 1 j ú f r á «, — en þar hygg eg að
fitanda eigi orSin: »neðan með Langá«, og só hór um ritvillu að
vœða, eða leiðrótting afritara gerða af misskilningi.
E. F.
21