Skírnir - 01.08.1917, Page 100
Sumar.
!■:
Uppi á hálsi. Heitt, hvítgullið sumarsólskin. Lágir háisar í nær-
sjn, en lengra í burtu hvíthærð, tindótt fjöll. Dökkblár sjórinn glampar
í fjarska, en tjarnirnar undir Þyrli lysa hvítblikandi í grænum myra-
gróðrinum. Óg Þyril sjálfan, ljósrauðan eins og glóandi ofn, ber
við bláhvíta himinröndina.
Eg geng yfir um þveran hálsinn, yfir lág holt og mógrænt
fjalldrapakjarr, fram hjá hálfföllnum móhraukum. Lyngilmurinn
læsist inn í mig, gegnum hverja taug, eins og eg væri sjálfur orð-
inn blað á þessum bækluðu kvistum.
Eg hugsa ekki um fegurð náttúrunnar, en hver rák í fjöllunum,
hvert litbrigði í grasinu, holtunum og himninum, mótast inn í mig,
eins og signe'-otafir í vax. Hugsun mí.i er bundin, en það er eins
og eitthvert dulið afl starfi í mór. Afl, sem fjötrar mig inn í
náttúruheildina, þá náttúru, sem eg só nú fyrir augum mór.
Það er unun að taka eingöngu á móti, gera ekkert sjálfur,
hverfa sem geisli í Ijóshafinu ómælanlega.
Ein óljós löngun bærist í mór, þráin til þess að vera hór altaf.
Mega altaf vera dropinn í fossinum og sjá náttúruna um eil/fð jafn-
fagra sem nú. Sú þrá líður upp úr eðli mínu, eins og eimurinn
upp af tjörnunum á kvöldin, eftir heitan sumardag.
Eg nem staðar undir Þyrli, í aflangri, brattri lægð. Urð er til
beggja hliða, en í botninum er hrís og reyrilmandi heiðagras, innan
um staka steinu, vaxna æfagömlum, ljósgráum mosa, handarþykkum
eða meir. Kongulærnar móka svefnlegar á brennheitu grjótinu.
Innan af hálsinum heyrist langdregið, veikt og mjúkt lóukvak —-
stundum gleðititrandi dírrindí, eins og hálsinn só að syngja út alla
sína löngu þrá og allan sinn heita fögnuð. Það glampar í vatnið
fyrir neðan mig, slótt eins og fægðan spegil. Hór og þar eru langar,
dökkar tungur á hvítskygðum vatnsfletinum. A móti liðast tún
ofan að örmjórri, grárri fjörunni. En undan sól bryddir áin, fagur-
blá, rauðbrúnan, steinóttan móatanga með strjálum eyrarrósabletturo-
í fjallshlíðinni fyrir ofan skína fannirnar í ljósglitrandi regnbogalitum.
Jörð og himinn vefjast saman í geislafaðmi sumarsins.
En yfir öllu ómar vellið í spóanum, fiallanna skæri klukknahljómur.
Græna brekkan — svo mjúk og há og fagurgræn, rétt hjá mór.
Eg horfi — horfi og hugsa ekkert. Finn að eins litinn, sterkan og
hlýjan, renna um mig í öldum, eins og voldugt, sigurþjótandi lag-
Mór finst eg lyftist upp, út yfir sjálfan mig, inn í heiðgrænt, sól-
glóandi land. Og alt verður svo undursamlega bjart.