Skírnir - 01.01.1919, Page 96
Skirnir] Ritfregnir 89
fiern mótazt liefir við aldalanga baráttu gegn eldi, ís og andlegum
dauða.
I>e3si einkenni Guðmundar, sem eg nú drap á, koma þegar ber*
lega í Ijós í fyrstu sögunni (Afi og amma), sem raunar er
engin saga, heldur iysing — snildarleg lýsing á hjónum með ymsa
beztu eiginleika þeirrar kynslóðar, sem nú er að hverfa eða horfin
— nytnina, sparsemina, karlmenskuna — og á hinn bóginn sérvizku
og kreddufestu.
1 Frásögn Malpoka-Manga lýsir hann kvenskörungi
einum, sem vasast mjög utan heimilis og heldur m. a. fyrirlestur
»um heimilisháttpry'ði, húsmóðurskyldur og sólskinið í heimahúsumi
þrifnað og reglu«, en er sjálf mesta subba og vargur að auk. Síð-
ast í þeirri sögu býsnast sögumaður yfir þv/, að »Birgitturnar og
Gunnurnar« sóu »í þann veginn að fá ko3ningarróttinn«. Þegar eg
las þetta, hreyfði sér hjá mér löngun til andmæla, þar eð mér
virtist þetta vera »sneið« til kosningarréttar kvenna. Skyldi ekki
vera margar »Birgitturnar og Gunnurnar« í karlmannsfötum, þótt
nokkuð á annan veg sé? Og er nokkurt vit í takmörkunum, sem
styðjast við ytri ástæður, t. d. vissa tekjuuppbæö, kynferði o. þvílJ
Og hvernig á að meta andlegt atgjörvi manna við kjörborðið?
Ábyrgð er alvarleg saga um það, hvernig samvizkulaus
braskari narrar nízkan og úlfúðarfullan bóudafáráðling til þess að
>>1 já« sér jörðina í veð, en alt fer auðvitað til skollans — bóndinn
deyr, konan flosnar npp af kotinu, börnin tvístrast í allar áitir, en
kaupmannsbraskarinn fær mikilfenglegt grafarmark yfir jaiðneskar
leifar sínar, þar sem á eru letraðir mannkostir lians o. s. frv. í
sögunni er nístandi kaldhæðni og urn leið djúp meðaumkun með
veslingunum, sem samvizkuleysið anuarsvegar, og fáráðlingsháttur-
iun hins vegar, steypa í ógæfu.
F r á F u r ð u s t r ö n d fjallar um »dularfull fyrirbrigði«, og
líkist helzt þjóðsögn. N e i s t a f 1 u g segir frá pólitískum blaðrara
og brennuvargi, sem hlotnast mikill heiður og sæmd fyrir »afrek«
sín. Óviðfeldið finst mór það hjá skáldinu, að hann þarf endilega
að láta þá tvo landsmálaskúma, sem lielzt koma við sögur hans
(Grím í »Neistaflugi« og Bjarna í »Tólfkongaviti«) vera Sjálfstæð-
ismenn. Náttúrlega hefir hann fult leyfi til þess, en það minnlr
of mjög á »gargið« í stjórnmálaflokkunum.
»Geiri húsmaður« lýsir ágætlega ást bóndans (og hús-
mannsins) á fónaðl sínum. Mannamót fjallar um þinghúss-
byggingu, þar sem eldri og yngri kynslóðin stendur á öndverðum