Skírnir - 01.06.1919, Page 6
Dr. Björn Bjarnason
frá Viðfiröi.
Hann var fæddur 3. júlí 1873 í Viðfirði í Suður-Múla-
sýslu og var hann 13. af 16 systkinum. Faðir hans var
Bjarni Sveinsson *) bóndi þar, bókhneigður maður, er varði
hverri tómstund til lesturs og skrifta. Er mér sagt að til
séu margar bækur skrifaðar eftir hann og séu þær alveg
sem prent væri. . Kona Bjarna en móðir dr. Björns var
Guðrún Jónsdóttir, frábær dugnaðarkona. Þau hjón voru
jafnan fátæk, en komu hjálparlaust öllum sínum mikla
barnahóp á legg. Björn var snemma hneigður til bókar.
Kendi elzta systir hans honum að lesa og skrifa, og kver-
ið kunni hann utanbókar 7 ára gamall. Bjó hann sér til
blek úr sóti til þess að geta skrifað og las þær bækur er
hann náði í. Oft faldi hann sig frammi í stofu til þeas
að geta í friði lesið íslendingasögur og fleira, en ekki var
hann eldri en 8 ára, er hann var látinn sitja yfir fé. Var
þó langur vegur að reka ærnar í haga.
*) Um sett dr. Björns hefir herra Hannes Þorsteinsson skjalavörður
gúðfnslega látið mér þetta i té:
Bjarni i Viðfirði faðir dr. Björns var son Sveins bónda samastaðar
(t 1877, 80 ára) Bjarnasonar einnig bónda þar (f 1820, 47 ára) SveinB-
sonar s. st. Bjarnasonar sterka (í Sandvik í Norðfirði f. c. 1690),
•Svein88onar. En kona Sveins eldra i Viðfirði og móðir Bjarna eldra
þar var Ólöf dóttir Pétnrs Arnsteds prests á Hofi i Vopnafirði
Eirikssonar á Ásmnndarstöðum á Sléttu Éirikssonar i Skógum i Axar-
firði Einarssonar prests galdrameistara á Skinnastöðum (t 1699) Niku-
lássonar Einarssonar Nikulássonar sýslumanns Þorsteinssonar sýslumann*
Einubogasonar lögmanns Jónssonar Maríuskálds Pálssonar. — Kona
Bjarna eldra i Viðfirði og móðir Sveins var Halldóra Árnadóttir ttí