Skírnir - 01.06.1919, Page 7
Skiroir]
Dr. Björn Bjamason.
101
Síra Jónas Hallgrímsson á Skorrastað fermdi hann,
og mun það hafa verið fyrir hans orð, að Björn var til
menta settur. En undir skóla lærði hann hjá sira Birni
Þorlákssyni á Dvergasteini og sagðist alt af búa að þeirri
ágætu kenslu. Kendi síra Björn honum í tvo vetur og
telur hann bezta námsmann er hann hafi sagt til. Haustið
1890 gekk Björn inn í 2. bekk latínuskólans og var öll
skólaár sin næst efstur í sínum bekk, enda virtist hann
jafnvígur á allar námsgreinir. Utskrifaðist hann 1895
Nesi í Norðfirði Torfasonar og Guðrúnar Þórarinsdúltur prests á Skorra-
stað Jónssonar prests á Hólmum Guttormssonar prests sama staðar Sig-
fússonar prests í Hofteigi, er Oddur biskup spáði fyrir, Tómassonar, en
kona sira Þórarins á Skorrastað var Sesse'ja Bjarnadóttir prests í Ási í
Fellnm Einarssonar og Guðrúnar Stefánsdóttur prófasts og skálds i Valla-
nesi Olafs'onar prófasts í Kirkjnbæ Einars-onar prófasts í Eydölum Sig-
nrðssonar. Var Halldóra kona Bjarna eldra í Viðfirði föðursystir síra
Þórarins gamla Erlendssonar á Hofi í Álftafirði, móðurföðir þeirra
Tuliniusarbræðra. — Kona Sveins i Viðfirði og móðir Bjarna föður dr.
Björns var Sigríður Daviðsdóttir frá Hellisfirði Jónssonar á Kolmúla
Hemingssonar Jónssonar rimnaskálds á Vattarnesi Jónssonar. Var Sig-
riður systir samfeðra Árna stúdents Daviðssonar i Belgsholti, föður
Hannesar prestaskólakennara, svo að hann og Bjarni í Viðfirði voru
systkinaEynir, en hið einkennilega var, sð Hannes Árnason og Sveinn
faðir Bjarna soru einnig systkina'ynir, því að Árni stúdent Davíðsson
faðir Hannesar og Halldóra Árnadóttir móðir Sveins voru systkin sam-
in æ ð r a.
Móðurætt dr. Björns er einnig alkunn. Guðrún móðir hans var
dóttir Jóns i Fannardal Björnssonar-á Selsstöðnm í Seyðisfirði Jónsson-
ar á Brimnesi Andréssonar. 'En kona Björns og móöir Jóns i Fannar-
dal var Ingibjörg Skúladóttir á Brimnesi Sigfússonar á Kleppjárnsstöð-
um Jónssonar á Skjöldólfsstöðum, Gunnlaugssonar prests i Möðrudal
Sölvasonar prests sama staðar Gottskálkssonar á Reykjum í Tungusveit,
er kom'nn var af Birni Jórsalafara og þeim Vatnsfirðingum. En kona
Jóns á Brimnesi og móðir Björns á Selstöðum var Þórunn Ólafsdóttir lög-
réttumanns á Ketilsstöðum í Jökulsárhlið Péturssonar á Hallgilsstöðum
Pétnrssonar eldra á Torfastöðum í Vopnafirði Bjarnasonar sýslumanns á
Bustarfelli Oddssonar prests á Hofi i Vopnafirði Þorkelssonar Hall-
grimssonar B irna Sveinbjarnarsonar prests i Múla Þórðarsonar. Voru
þeir sira Oddur á Hofi og Guðbraodur bisknp bræðrasynir. Er mjög-
fjölmennur ættbálkur kominn frá Bjarna Oddssyni (Bustarfellsætt), og
hefir karlmenska og harðfengi lengi verið ættarmark á þvi kyni.