Skírnir - 01.06.1919, Page 9
fSkirnir] Dr. Björn Bjarnason. 103-
áræðum, er eg áður greindi, en brá af því ráði og tók
meistarapróf í norrænum fræðum árið 1901. Fór hann
'Æíðan heim og gerðist skólastjóri við Barnaskólann á ísa-
,firði.
10. september 1902 kvongaðist hann heitmey sinni.
Hefir þeim orðið fimm barna auðið, ogTlifa tvær dætur og
æinn sonur.
Árið 1903 komu út »Æfintýri handa börnum og ung-
ílingum«, er Björn hafði þýtt. Veturinn 1903—’04 flutti
hann á Isafirði fyrirlestra einu sinni á mánuði fyrir Menta-
íélagið þar. Af handritum hans og bréfi til mín sé eg, að
þeir hafa verið um þjóðflutningatímann, víkingaöldina, fund
Í8lands og landnám, löggjöf og landsstjórn, aðaleinkenni
•sögualdarinnar, iþróttir, skemtanir og félagslíf, og loks um
fornbókmentirnar. Einn þáttur úr þessum fyrirlestrum
hirtist í Tímariti Bókmentafélagsins 1904: »Fáein orð um
íþróttir og skemtanir fornmanna«.
Á þessum árum tók Björn að undirbúa doktorsritgerð
sína: »Nordboernes legemlige uddannelse i,oldtiden«. Sum-
arið 1904 sigldu þau hjónin til Kaupmannahafnar. Starf-
aði hann að ritgerðinni um veturinn. 11. nóv. þ. á. skrifar
•hann mér:
»Eg hef nú setið með Bveittan skallann síðan ég kom og farið
á hundavaði yfir ósköpin öll af útlendum heimildarritum, írskum,
-enskum, frönskum og þýzkum annálum, kronikum og historíum,
þess að leita að upplýsingum um herfarir og háttu norrœnna
víkinga, og enn sé ég ekki fyrir endann á allri þeirri hersingu af
munkaritum, er þeir háu herrar heimta að ég taki með. — —
Hvernig sem ég streitist við, get ég ekki orðið búinn með skrift-
Irnar fyr en í maiz í fyrsta lagi«.
Ritgerðin var tekin gild 29. maí 1905 og varði Björn
‘hana við Kaupmannahafnarháskóla 27. sept. s. á. Hvarf
hann þá heim til ísafjarðar aftur og gegndi þar skóla-
•stjórastöðu sinni þann vetur og hinn næsta.
Um sumarið 1907 flutti hann búferlum til Reykjavík-
air og vann fyrst fyrir sér með tímakenslu um veturinn.