Skírnir - 01.06.1919, Side 11
Skírnir]
Dr. Björn Bjarnason.
105-
minningargrein Um dr. Björn hefir Helgi Hjörvar kennari
lýst kenslu hans og samlifi við nemendurna þannig:
»1908 tekur Kennaraskólinn hér til starfa og varð-
hann þar kennari. Eg var þar einn nemenda hans. Og
eftir að hafa sjálfur fengist nokkuð við kenslu, skilst mér
það æ betur, hversu frábærlega hann rækti það starf,
hversu grandgæfilega hann vandaði til hverrar einustu
kenslustundar. Enga fyrirhöfn sparaði hann, ef nemendur
.hans áttu í hlut. Aldrei hefi eg t. d. séð stila leið-
rétta af slíkri umhyggju og hjá honum. Og enginn skildi
þó betur en hann, hversu bókstafurinn deyðir en andinn
lífgar. Þrátt fyrir þessa miklu nákvæmni varð kensla
hans aldrei þur eða þunglamaleg, en síhlý, skýr og fjörlegr
en þó stillileg og virðuleg, eins og maðurinn sjálfur. I
allri umgengni hans við nemendur var ástúð og djúp al-
vara og festa, samfara glaðlvndi og bróðurlegu félagslyndi.
Mesta gleði hans var að bregða sér til leika með nem-
endum sínum, milli kenslustunda og oft þess utan, síðari
hluta dags, eða þegar timi vanst til. En þessi félagsskapur
breytti í engu hinni þögulu virðingu fyrir kennaranum. Slik
festa og göfgi var jafnan yfir honum Þess í milli bauð
hann nemendum oftlega til kveldverðar, heima á heimili
þeirra hjóna. Varð þá einatt skrafdrjúgt og glatt á hjalla,.
og margskonar þjóðlegir leikir til skemtanar. Þær stundir
munu seint úr minni líða þeim sem nutu. Og UDp úr þessu
hlutu margir nemenda hans vináttu hans til frambúðarr
og þeirra hjóna beggja. En dr. Björn gleymdi trauðla
nokkrum nemenda sinna, þótt hann væri »firr farinn«.
Hann var síspyrjandi þá, sem hann umgekst eða hitti, um
líðan og gengi hinna, sem hann gat ekki staðið i beinu
sambandi við. Og nú, við lát hans, munu þeir hver og
einn blessa minning hans, hins hugumljúfa kennara og
göfuga manns«. (Skólablaðið 1919, bls. 9).
Til eru í handriti fvrirlestrar er hann hefir flutt á
Kennaraskólanum um íslenzkar bókmentir: um Eggert
Olafsson, Jón Þorláksson, Sigurð Pétursson, Benedikt Grön-
dal eldra, Magnús Stephensen, Bjarna Thorarensen Sigurð-