Skírnir - 01.06.1919, Page 13
Skirnir] Dr. Björn Bjarnason. 107
'aönd! ÞaS er líkt og að ráða prófastinum á...........til aS skemta
-sór við smíðar. Hanu átti einu sinni að reka nagla í vegg. Nagl-
'inn lenti í nefið á honum, en hamarinn út um glugga. Ráðinu
'kef óg samt reynt að fylgja; en gáfuna vantar gjörsamlega. Alt
Æf þegar eg ætla að fara að yrkja, rennur sama myndin upp í huga
mór: sólaruppkoma um vornótt heima í Viðfiröi; þá sýn hefi eg
fest d^'pst í huga; eg naut hennar svo oft þegar eg sat hjá inni í
■fjalli að næturlagi eða vakti yfir túninu. En ekki einu sinni þessa
-einu8tu mynd i mínu poetiska albúml hefi eg getað málað. Ekki
vantar það, að margar verða visurnar til hjá mór, og verkið er
mór bezta dægrastytting; en alt eru það aðfengin leirbrot, illa sam-
'Spengd. Til dæmis eru þessar 2 sléttnbaudavísur (— það er jafn-
igott þótt þú fáir að kenna á afleiðingum ráðs þíns);
Villir tröllin sumarsól,
sylluhöllin loga;
gyllir fjöllin, hlíðar, hól;
hillir föllin voga.
Þekur márinn fjörufit,
fögur blika höfin;
rekur sunna glóðaglit,
gulliu rekkjutröfin.
Og þessar tvær ósléttar:
Rakkar latir rísa’ í tröð;
roðar lagarstafi,
rekur sunna geislum-glöð
gullintröf úr hafi.
Dimt er enn í dölunum,
döggin grá á bölunum,
en út um haf hjá hvölunum
hyrjarlog í sölunum<(.
Ekki fékk hann bata á Vejlefjord Sanatorium og fór
|)aðan í febrúar 1914 suður í Sviss til Locarno við Lago
Maggiore og var þar fram í miðjan júlí s. á., er hann fór
4il Clinique Les Sapins í Leysin. Það er í frönsku Sviss.
•30. júli segir hann í bréfi til mín: