Skírnir - 01.06.1919, Page 16
110
Dr. Björn Bjarnason.
[Skírnir
Að veggjarbaki er kostákröng
kytrustofa’. Um dœgur töng
heyri eg þaðan svásan söng
sorg og gleði boða.
Þar liggur dís ein dökk á bjór,
— digur eins og meðalþjór
— er mér sagt — eg aldrei fór
yfir um hana’ að skoða.
»Góðskí nóttskí!^ geguum þil
grenjar á kvöldin hringabil.
»Attu, pabbi, ekki til
ögn af súkkulaði?«
Aftur svara eg: »Rússarakk
er rækals ekki sinn bölvað pakk.
Hans, systir, farðu’ á flakk
og færðu’ henni mola’ í blaði«.
Eina bók þýddi hann meðan hann var í Leysin,
Minnist hann á það i bréfi:
»Þú spyið um þýðinguna. Hún hefur legið á hillunni lengi,
Af því að óg les aldrei íslenv.ku finn ég glögt að málsmekkurinn
og mállipuiðin dofnar; mannssálln er harpa sem alt af þarf að
stilla.-----Hver þýðingin er bið óg þig geta ekki um við neinnr
nó heldur yfir höfuð að óg só að fást við þyðingu. Það er »Kejsarn
av Portugallien« eftir S. Lagerlöf — gullfalleg bók. En er því
miður ekki nema liðlega hálfnaður, og það illa gert sem af er«.
Dvölin í Leysin varð löng. Veikindin voru þrálát
— tóku sig upp aftur og aftur. Hann kom ekki heim
þaðan fyrri en sumarið 1917. Þá var hann orðinn það’
hress, að hann gat með varfærni farið að vinna að ritstörf-
um. Var honum þá svo sem kunnugt er falið að starfa
að íslenzku orðabókinni, og vann hann af alhuga að henni
árið sem varð hans síðasta. Heilsan batnaði jafnt og ör-
ugt, unz sóttin mikla kom skyndilega og lagði hann í
gröfina. Hann andaðist 18. nóveraber 1918, rúmlega 4ð
ára að aldri,
í vasabók sína hefir hann einhvern tíma skrifað þess-
ar stökur: