Skírnir - 01.06.1919, Page 17
Skirnir]
Dr. Björn Bjarnason.
1111
Ef utftn vi5 rnig eitthvað reit ég
ósjálfrátt á blaðadót,
»45« þar leit óg
fyr en víbsí ég af því hót.
Hvert sinn mór í huga ómar:
»Hór er skráð þín æfispa«.
Hvaðan fengu fingurgómar
fyrir löngu vitund þa?
Dr. Björn Bjarnason var af góðu bergi brotinn í báð-
ar ættir og kom það fram í öllu eðli hans og dagfari. Eg
sá hann fyrst á skipsfjöl, er eg fór til Reykjavíkur til að
ganga inn i 3. bekk iatínuskólans. Björn var þá i 4.
bekk. Þá voru á 2. farrými á »Thyru« um 20 skólapilt-
ar og heldur glatt á hjalla og þysmikið. Það sem dró
mig undir eins að Birni var prúðmenska hans og yfirlæt-
isleysi og hlý góðvild, er meðal annars kom fram í þvíi
að bjóðast til að hjálpa mér með eitthvað, sem eg var að'
fást við — mig minnir það væri flatarmálsfræði — þvb
að eg var að lesa undir inntökupróf á leiðinni. Frá þeirri
stund vorum við jafnan vinir. Fyrsta ár mitt við Kaup-
mannahafnarháskóla bjó eg á Garði og var þá sambýling-
ur Björns. Með honum var gott að vera.
Björn var í æsku feiminn, og eimdi lengi eftir af því.
Hann gaf sig lítt^að ókunnugum að fyrra bragði og virt-
ist þá dulur og fáskiftinn. Lagði ekki lag sitt við marga,
en var ástúðlegur og tryggur vinum sínum og leit meira
á koBti þeirra en sína. í kunningjahóp var hann glaðvær
og skemtinn og gat verið æringi. Honum var yndi að'
veita með rausn á heimili sínu og sómdi sér manna bezt
í húsbóndasæti.
Heimilið var kastali hans, eins og Englendingar segja.
Það vissi hann fyrir löngu, að hann var vel kvæntur, og
tengdafólki sínu unni hann mjög. Var það að makleg-
leikum. Allir munu skilja, en bezt þeir sem til þektur
hvílik þrekraun það var honum að liggja árum saman í