Skírnir - 01.06.1919, Page 18
112
Dr. Björn Bjarnason.
[Skirnir
lamaaessi, einmana i ókunnu landi, fjarri konu og börn*
um, með starfsþrá í hverri taug og dauðann yíir höfði:
Heyri eg yfir höfði þyt
af Heljar vængjum þöndum.
Verkin dreymd og vonaglit
verð eg að lata af höndum.
En hann var sterkari en ólánið, bar það í hljóði og skrif-
.aði vinum sínum gamanbréf, eins og ekkert væri að. —
Dr. Björn var af skáldum kominn og sjálfur skáld-
mæltur vel, þótt hann hefði það lítt í frammi. Eg hygg
að hann hafi örsjaldan borið við að yrkja fyrri en hann
tók það upp sér til dægrastyttingar í legunni löngu. Sýna
bréfkaflar þeir er eg tilfærði, hvernig hann sjálfur leit á
það. Til eru nokkrar stökur og kvæði eftir hann, frum-
samin og fýdd, og birtist sumt af þeim í Iðunni. Þessi
erindi skrifaði hann í Ijóðabók Sigríðar dóttur sinnar, og
mætti inargt skáldið telja sig sælt þess, að hafa ort:
Fögur er mjöllin
sem fótur enginn tróð.
Dotta f blikinu
draumfjötruð ljóð.
Fögur eru blöðin
sem fáði engin höud,
vonrík sem barnanna
bíðandi önd.
Láttu’ ekki í bók þína
letra nema það
sem geyma viltu gullstöfum
greypt í hjartastað.
Láttu’ ekki f hjarta þór
letra önnur mál
en þau sem guð og fegurðina
festa f þinni sál.
Virtu sjálf þinn sóma
og samvizkuköll,