Skírnir - 01.06.1919, Page 29
Skirnirj
Sir George Webbe Dasent.
123
♦ítlendu máli í öllu betri búningi, bæði með tilliti til þýð-
ingarinnar sjálfrar sem og annars frágangs á bókinni,
■enda hefir víst Dasent jafnt og forleggjarinn, Mr. Douglas,
:gert sér alt far um að búa hana sem bezt úr garði. Doug-
las samdi sjálfur ágætt registur við bókina. Bandið er
mjög laglegt; framan á báðum bindunum var mynd af
Rimmugýgi, Fjörsváfni og atgeir Gunnars, og eru þau
i;engd saman með silfurhring miklum, er fanst í Orkneyj-
um, en milli vopnanna eru bönd að ofan og neðan og á
>þeim standa á ensku málshættirnir: »Ber er hver að baki
Æér nema bróður eigi« og >Skamma stund verður hönd
höggi fegin«. í bókinni eru myndir af skálanum íslenzka
eftir Sigurð Guðmundsson málara, kort af Islandi og af
Suðurlandi og uppdráttur af Þingvöllum, en hann er slæm-
ur. Dasent hefir ritað langan formála og inngang, þar
sem skýrt er frá sögu, lífi og siðvenjum Islendinga,
svo að lesendunum veitist auðveldara að skilja söguna.
Inngangurinn er nokkuð líks efnis og ritgerðin frá 1858,
nema að hér er itarlega I margt farið, sérstaklega að þvi
-er lög og réttarfar snertir, og notaði Dasent þar rit þeirra
Maurers og Weinholds um þau efni, en þau rit þekti hann
ekki, er hann reit hina ritgerðina. Notar hann þau með
gagnrýni og góðri greind, og getur ekki felt sig við sumar
skoðanir Maurers, t. d. þá að lögmenn eða lögsögumenn
hafi verið til á íslandi áður en alþingi var sett; einnig
greinir þá á um kviðdóminn. Allmikið er þar og um
Brjánsbardaga, en hann er sá atburður er mest snertir
sögu Bretlandseyja. Auk þessa inngangs eru þrjár ritgerðir
prentaðar sem viðauki aftan við seinna bindið, sem sé um
vikinga, um Gunnhildi drotningu konungamóður, og um
gildi peninga á söguöldinni. í fyrstu ritgerðinni lýsir höf-
undurinn góðum og illum víkingum og tekur sem dæmi
UPP á þá fyrri Þorvald víðförla og fylgir þar þættinum
af honum, sem Dasent tekur trúanlegan, þótt auðséð sé,
~að þar er um hálfgerða helgisögu að ræða, sprotna af
árúarboð8stajfi Þorvalds. Annars ber Dasent aðfarir vík-
inganna, sérstaklega eins og þeim er lýst í Orkneyja sögu,