Skírnir - 01.06.1919, Síða 33
Skírnir]
Sir George Webbe Dasent,
12 r
línum, og til þess að vera leiðtogi hans hér á landi.1)*'
Bókmentafélagsdeildin hér gerði hann að heiðursfélaga sín-
um, eins og maklegt var«. Meira veit eg ekki um það'
ferðalag, nema að Dasent getur þess í grein, sem hann
skrifaði um ferð til Færeyja nokkru seinna, að þeir haíi
riðið fyrstir Breta yfir Sprengisand og riðið hannáskemri
tíma en gert hafi verið nokkru sinni áður. Á þeirri ferð'
mun »ítíðum, ríðum og rekum yfir sandinn* hafa orðiðtil.
Eg hygg að með þeim hafi og verið á þeirri ferð Jolm'
Francis Campbell frá Islay, skozkur náttúru- og þjóðsagna-
fræðingur; að minsta kosti ferðaðist hann um þetta svæði
það ár. Þeir munu hafa farið utan aftur með »Arctúrus«
frá Akureyri 14. ágúst.
Næsta ár kom Dasent aftur til íslands með »Arctúr-
us« 26. júlí og var dr. Grímur ennþá i ferð með honumr.
en þó ferðaðist hann ekki i þetta skipti um landið með-
honum. Dvaldi hann hér þangað til 25. ágúst. Um ferð'
hans það ár hefur einn samferðamanna hans skrifað all-
langa ferða-rollu, »A tour twenty years ago«, sem prentuð
er í Travels by Umbra (Edínborg, 1865). Að vísu er það
ekki nein vanaleg ferðasaga, heldur gamansöm lýsing á
ferðalaginu og ýmsu aukið inn til skemtunar, svo að úr
Því verður eins konar ferða-skáldsaga á sögulegum grund-
velli. Allir ferðamennirnir ganga þar undir dularnafniy.
°g hafa allir eitthvað sér til ágætis.2) Archibald M’Diar-
inid er John F. Campbell, sem áður var nefndur. Lord
Lodbrog er Lord Newry, þá ungur maður, síðar jarl af
Kilmorey. Mr. Digwell er John Roche Dallyns, frændí
Dasent’s og ungur jarðfræðingur, sem höfundurinn hendir
mjög gaman að, því að Mr. Digwell hafði fyrirtaks mat-
arlyst, en oft var lítið um æti og var hann því einatt
‘) Sbr. Bréf Jóns Sigurðssonar, 1911, bls. 322.
!) Ráðninguna 4 þessnm dularnöfnnm hef eg tekið úr æfisöguágripi
Dasent’s eftir Artbnr Irwin Dasent, son hans, sem prentað er framao
við Popular tales from the Norse, Edinborg, 1903. Ymsar aðrar upp- •
lýsingar hef eg tekið úr þvi ágripi.