Skírnir - 01.06.1919, Síða 37
Skírnir]
Sir George Webbe Dasent.
131
að sagan sé skrifuð á Suðurlandi og bygð á frásögu Þu rið-
ar fróðu Snorradóttur til Ara fróða, og veltur sú skoðun
víst á veilu. I innganginutn, sem er all-langur, gerir þýð-
andinn grein fyrir efni sögunnar og bendir á hin mark-
verðustu atriði hennar, tekur fram gildi hennar sem heim-
ildar um ýmislegt í lífi fornmanna. En hér, eins og hon-
um víða annarstaðar hættir við, leitast hann við að skýra
ýmislegt frá kristninnar sjónarmiði; þannig sér hann í
draumkonum Gísla persónugervinga tveggja stefna, — hin
góða draumkona sýnir hinn milda og fyrirgefningarfúsa
anda kristninnar, en hin konan hina blóðþyrstu og harð-
brjósta norrænu hjátrú; þær eru »verndarengill og valkyrja,
ef svo má að orði komast, sem berjast um líkama hetj-
unnar í lifanda lífl, en um sálina eftir dauðann«. Að öðru
leyti er inngangurinn skýr og skilmprkilegur. í bókinni
eru sjö myndir úr sögunni, eftir C. E. St. John Mildmay,.
og er Dasent sérlega ánægður með þær og segir, að sjald-
an hafl listamanni tekist betur að ná anda sögunnar og
farið betur með svip og búning, en Mildmay geri í þess-
um myndum. Hér virðist mér þó Dasent skjátlast hrap-
arlega; myndirnar eru alveg ónorræuar að svip, og per-
sónurnar fölar og þróttlausar, þó þær að vísu séu ekki
iUa dregnar. Gísla sögu var vel tekið, þó ekki hafi hún
náð eins mikilli hylli og Njála meðal enskra lesenda.
Þess hefir verið áður getið, að Dasent, meðan hanm
vann að Njálu, hafi komið að góðu haldi handritið að
orðabók þeirri, er Richard Cleasby hafði safnað til en eigi
enzt til að ljúka við. Erfingjar Cleasby’s höfðu kallað eft-
ir handritinu úr höndum Konráðs Gíslasonar um 1854, en
hann hafði unnið að því á kostnað þeirra síðan Cleasby
Uó (1847). Nú fálu þeir Dasent að ljúka við orðabókina
og búa undir prentun. Mun hann hafa unnið að þessu i
niörg ár í hjáverkum. En loks gafst hann upp við það,1)
‘) Safn Dasent’s sjálfs til orðabókarinnar mun bafa verið selteEtir
dauða hans. Fyrir eitthvað tuttugn árum hafði bóksali einn í Frank-
furt-am-Main til sölu handrit af islenzkri orðahók eftir Dasent (30,000
*eðlar og 4 bindi i arkarbroti. Sbr. Katalóg nr. 451 frá Joseph Baer i
í'rankfurt).
9*