Skírnir - 01.06.1919, Page 39
8kirnir]
Sir George Webbe Dasent.
133
hann ekki um eldri orðabækur yfir íslenzku eða um það,
sem áður hafi verið unnið á því sviði, né heldur skýrir
hann greinilega frá þeim reglum eða þeirri aðferð, sem
fylgt hafi verið við samningu þessarar orðabókar. Hér
kemur það greinilega í ljós, eins og viðar, að Dasent var
blaðamaður og rithöfundur, en ekki strangur vísindamaðuw
En mestri þykkju hefir þó valdið frásögn hans þar um
það, hversu Cleasby’s orðabókin hafi orðið til. Hann segir,
að. Konráð Gíslason hafi sent til Englands 1854 einungis
et'tirrit (transcripts) af orðabókar-handritinu, en þar á með-
al hafi ekkert verið af handritum Cleasby’s sjálfs. H. G.
Liddell gat þess í formálanum fyrir fyrsta hefti orðabók-
arinnar 1869, og hafði það þau áhrif, að þá voru sendir
frá Kaupmannahöfn tveir kassar af handriti. Þeir voru
þó ekki opnaðir fyr en 25. ág. 1873, en þá hafði síðasta
örkin af orðabókinni verið send í prentsmiðjuna. Dasent
kveðst ekki hafa opnað þá fyr, til þess að trufla ekki
Guðbrand við starfið. Reyndust kassar þessir að geyma
hreinskifaðan mikinn hluta orðana, sumt af því með hendr
Claesby’8. Nú segir Dasent, að það sem sent hafi verib
1854 hafi verið í slæmu standi. Yill hann yfir höfuð gera
litið úr verki Konráðs og þeirra, er með honum unnu, en
lætur mikið yfir því sem Claesby sjálfur hafi gert. Þab
eru auðsjáanlega öfgar; Cleasby var að vísu greindur
^eaður og hafði aflað sér mikillar þekkingar á ferðalögum
°g vist við ýmsa háskóla, en hann lagði stund á of margt
til að geta orðiö vel að sér í því öllu eða jafnvel i nokkru
einstöku. Hann þótti sómamaður. var vinsæll og vel liðinn,
hvar sem hann koro, enda hafði hann nóg fé. Hann hefir
líklega lagt meiri alúð við íslenzkuna en nokkuð annað
aí því, sem hann stundaði, en það gefur þó að skilja, ab
hann hefir varla verið svo vel að sér í henni, eins og
Dasent vill gefa í skyn. Það sem kallað er eiginhandar-
rit hans munu því vera hreinskriftir hans af uppköstum
hans og annara, er með honum unnu — og verður því
ekki eignað honum einum. En engan má furða á því,
þótt Dasent væri þungt í skapi til Konráðs, þegar hann