Skírnir - 01.06.1919, Side 41
Skírnir] Sir George AVebbe Dasent. 135
af orðabókinni og tók ómjúkt á henni; leitaðist hann við
að sýna fram á, hve skýringum um afleiðslu og skyldleika
-orða væi'i ábótavant, og taldi útgefandanum hafa yfirsést
í þvi að leita ekki að uppruna margra enskra orða í nor-
rænu eða islenzku. En ritdómurinn var of einhliða og
svæsinn og Dasent fór sjálfur viltur vegar sumstaðar í
þvi að rekja ætt orðanna. Má ráða af þvi, að það fór
vel, að hann var ekki einn um íslenzku orðabókina. Auk
þessa reit Dasent ýmislegt um þessar mundir, er snerti
Norðurlönd, og má sérstaldega geta hér þriggja ritgerða,
sem allar fjalla um sama tímabil, sem sé Noreg og Eng-
land á 11. öld, Magnús góða og Harald harðráða; allvel
skrifaðar greinar, bygðar að mestu leyti á norrænum heim-
ildum, en hafa þó ekkert sérlegt gildi. Hann safnaði síð-
sn þessum og öðrum ritgerðum sínum saman og gaf út í
i tveim bindum undir titlinum Jest and Earnest (Gaman
og alvara, 1873).
Um 1870 varð sú breyting á hag Dasent’s, að hann
hætti blaðamensku og varð embættismaður (civil com-
roissioner) og hélt þeirri stöðu yfir tuttugu ár. En um
fiömu mundir virðist hann hafa komist að þeirri niður-
stöðu með sjálfum sér, að hann væri fær um að rita skáld-
sögur. Lét hann nokkrar þeirra koma á prent; voru þær
mestmegnis bj^gðar á endurminningum og reynslu hans
sjálfs. Eg hefi ekki lesið þær, en samkvæmt einróma
áliti ritdómenda þeirra tíma voru þær í meira lagi þunnar,
og yfrið langar voru þær líka. Eg get þessa hér, því að
hin síðasta þessara ritsmíða Dasent’s var The Vikings of
the Baltic, sem kom út í þrem bindum. Það er söguleg
skáldsaga, bygð aðallega á Jómsvíkingasögu og á köflum
úr ýmsum öðrum sögum, en að öðru lætur höfundurinn
imyndunaraflið ráða. Það er allfróðleg bók, kemst höf-
undurinn oft vel að orði og gefur viða góðar lýsingar, en
efnið er teygt um of. Um víkingalifið í lok tíundu aldar
gefur hún samt góða hugmynd. Betra hefði þó verið, ef
Dasent hefði þýtt Jómsvíkingasögu með inngangi og góðum