Skírnir - 01.06.1919, Page 47
Björn úr Mörk.
Til Dr. James Morison.
Oxford, roaiz, 1917.
I.
Björn úr Mörk kemur inn í Njálu eins og hann væri
fcallaður. Hann er miklu betri förunautur fyrir Kára en
Þorgeir skorargeir. Þorgeir er ekki nærri eins skemti-
legur, og auk þess of likur Kára. Slik tvistirni eru ekki
beppileg í frásögn. Tveir félagar þurfa annaðhvort að
vera gagnólíkir, eins og þeir fóstbræður Þorgeir og Þor-
móður, eða þá annar miklu fremri, eins og Gunnar er
Kolskeggi. Það er þreytandi að eitra lengi að skifta sömu
tegund áhuga og aðdáunar jafnt milli tveggja manna. Auk
þess er Kári eftirlæti höfundarins og lesandans. Um hann
kemur vinum og óvinum, Ásgrími og Flosa, saman, að
enginn sé honum líkur. Vér viljum helzt, að hann hafi
sem mestan sórna af hefndinni. Þorgeir fær hálfan heið-
urinn meðan hann er við vígaferlin riðinn, en með Björn
og hugleysi hans í baksýn ljómar hreysti Kára enn skýrar
en ella. Víg Þorgeirs og Kára eru slátrun, sem mundi
verða leiðinleg ef oft væri endurtekin. Þeir eru ofureflis-
menn óvinum sínum, eins og Ketill segir. Með Björn að
félaga verður leikurinn ójafnari og hættulegri fyrir Kára,
og tvísýnt um úrslitin. Og nýr þráður, kýmnin, vefst inn
i frásögnina, og hjálpar til þess að breiða blæju listarinnar
yfir manndrápin.
Það mætti því með sanni segja um Björn, líkt og Voltaire
sagði um guð almáttugan og Bismarck um Austurriki, að