Skírnir - 01.06.1919, Page 50
144
Björn úr Mörk.
[Skirnir
•svo komið, að fáir eða engir þora að duga þér nema eg«.
En Kári og lesandinn hugsa: »nú áttu litinn kost dugandi
liðsmanna, úr því þú tekur Björn«:
Áttak næsta völ
nýtra drengja;
nú er úlfshali
einn á króki.
»Því leita fáir á mig, að engir þora«, segir Björn. »Að
lítill slægur þykir i þér«, hugsar lesandinn. »Hvort þyrkir
þér undir því mest, að við séum sem vitrastir*, spyr Björn
Kára eins og í gamni. En í raun og veru vill hann
^renslast eftir, hvort rikara sé í huga Kára að leynast
eða berjast, svo að hann geri ekki að óþörfu beran flótta-
hug sinn. Hann veit, að Kári verður að ráða Og þegar
Kári tekur ráð Bjarnar. miklast hann og segir: »svo mun
þér reynast, að eg mun ekki vera hjátækur í vitsmun-
um, eigi síður en i harðræðunum«. Fyrir lesandann, sem
er rétt nýbúinn að ganga úr skugga um hreysti Bjarnar,
er þetta litið hól um vitsmunina. Eu Birni er full alvara.
Hann er alveg búinn að glevmn, að í bardaganum rétt
áður, þegar hann lét það eftir Kára að standa að baki
honum, mintist hann ekki einu orði á harðfengi sina, held-
ur hélt fram vitsmunum sínum og hvatleik. Og þá er
ekki snildin sizt í lýsingu Kára við húsfreyju Bjarnar á
framgöngu hans: »Ber er hver að baki, nema sér bróður
eigi, og gafst Björn mér vel. Hann vann á þremur mönn-
um, en hann er þó sár sjálfur. Og var hann mér hinn
hallkvæmasti í öllu því, er hann mátti«. Kári reynir hér
að gylla Björn, án þess að halla réttu máli. Með því að
nota gamalt spakmæli, gefur hann í skyn, hvar Björn hafi
staðið i bardaganum, án þess að húsfreyja skilji það.
Hann segir af ásettu ráði »vann á«, því það merkir ekki
einungis særa, heldur lika drepa. Og meiningin í síðustu
setningunni er fyrirfram háð hugmyndum þess, sem heyrir,
um getu Bjarnar.
Og síðustu orðin, sem sögð eru um Björn, skýra frá,
hvað hann hafði upp úr krafsinu: »Þótti Björn nú miklu