Skírnir - 01.06.1919, Page 53
Skírnir]
Björn úr Mörk.
14T
Og meðan frjálsbornir menn voru að leikum og víguin^
höfðu þeir öld eftir öld sömu störfin:
akra töddu,
unnu at svínum,
geita gættu,
grófu torf.
Vér tölum enn í dag um þýlyndi og þrælmensku, og þræl*
um er hvarvetna við brugðið í fornsögunum fyrir hugleysí
og dáðleysi. Alt þetta arfgengi hvílir á herðum Birni, það
er erfðasynd hans, hann ber syndir heillar menningar-
stefnu, syndir húsbændanna gegn þrælunum, þrælanna
gegn húsbændunum. Engin furða þó að kleppurinu sé
þungur, þegar hann ætlar sér að beina fiug frjálsborinna
manna. Andinn er að sönnu reiðubúinn, en holdið er
veikt. Það er sama andstæða í fari hans og hermanns-
ins, sem sagðist hafa ljónshjarta, en — hérafætur. Hugs-
um os8 8volitla breytingu á taugakerfinu, dálitla herzlu í
viljalifið, og Björn úr Mörk er orðinn að vígamanni.
Þegar Björn segir við húsfreyju, að það sé líkara, að-
fyrir öðru þurfi ráð að gera, en það beri til skilnaðar þeirra,
að hann fylgi Kára illa, — >því að eg mun mér bera vitni
um það hver garpur eða afreksmaður eg em í vopnaskifti«
—, þá er ró og vissa sannfæringarinnar í orðum hans.
En þegar á hólminn kemur, bilar hann, og tekur boði
Kára, að standa að baki honum, með þessum orðum: »hitt
hafða eg ætlað, að hafa engan mann að hlífiskildi mér,
en þó er nú þar komið, að þú munt ráða verða« Hug-
leysi Bjarnar kemur hér yfir hann eins og að óvörum —
þetta er í fyrsta sinn, sem skriður til skara — og liann
bevgir sig fyrir því eins og það væru forlög. Og sannar-
lega, þau forlögin eru ekki altaf viðráðanlegust, sem inn-
an að koma.
Nú skilst betur, hversvegna Björn er albúinn að vinna
níðingsverk. í hjarta sinu er hann fullur gremju við sjálf-
an 8ig og forlög sín. Hann þjáist af ósamræminu. Það>
gerir hann grimman. Og um leið og vér sjáum harms-
aukann í lífi hans, verður hann oss skyldari — »einn af
iö*