Skírnir - 01.06.1919, Síða 54
148
Björn úr Mörk.
[S irnir
088«. Þvií hverjum manni, sem sækir fham, er einhver brest-
ur, allir bera þunga einhverrar erfðasyndar, allsstaðar
kasta dýrseðlið og tregðan einhverjum skugga. ílugsjónir
vorar eru mörgum dagleiðum á undan viljtnum, og vilj-
inn á undan getunni. Björn reynir eins og fleiri að telja
sér trú um, að þessi þverbrestur í eðli sínu sé ekki til.
Hann reynir að brúa gjána með grobbi sínu. Iliinn vill
sýnast allur annar on hann er. Það gerir hann skopieg-
an. Brúin hans yfir gjána er ekki nerna aumasta hem.
Þó að hann fari yfir hana á hundavaði, rekur Imnn fót-
inn niður úr í hverju spori
IV.
Mér er sem og heyri einhvern grípa hór fram í: já,
þetta getur alt litið nógu laglega út, en skrambans
gallinn er sá, að það er ait bygt i lausu lofti. Höf-
undur ííjálu hefir aldrei hugsað svona. Þú lest eins og
maður, sem hefir starað svo lengi á einhvern hlut, að
hann er farinn að sjá ofsjónir.
llafðu blessaður sagt! Einmitt fyrir þig og þína líka
eru linur þessar skrifaðar. Þær eru sannarlega ekki gerð-
ar t.I þess að bæta um Njálu, lieldur til þess að þynna
svo kjarnfæðu hennar, að hún verði auðmeltari venju-
legum nútíðarlesanda.
Það er svo mikill og margvíslegur inunur á 12. og 20.
öldinni, að engan skyldi furða þó að nokkrir örðugleikar
væru á þvi fjmir nútíðarmann að setja sig inn í anda
hinna fornu rita. Pappírinn er þolinmóðari en kálfskinn-
ið, — og einkum ódýrari. Á gullöld sixpence-bókment-
anna lesa menn mikið og illa, og höfundum er borgað
fyrir örk eða línu. Á kálfskinnsöldinni lásu menn lítið og
vel, og laun höfundanna var frægðin ein, eða ekki annað
on sjálf ánægjan af vel unnu verki, og hvorttveggja var
meira fyrir að semja 25 blaðsiður af íslendingabók en 500
bls. af Þiðreks sögu. Nú semja rithöfundar fleiri hillur en