Skírnir - 01.06.1919, Side 57
Skirnir]
Björíi úr Mörk.
151
um, án þess að skeika. 0g þetta verðum vér að hafa í
huga þegar vér lesum fornsögurnar. Vér verðum að at-
liuga persónur þeirra líkt og lifandi mennina í kringum
oss. Þeir gefa ekki leyndarmál sálar sinnar fyrirhafnar-
laust, þeir skrifta ekki. Vér fáum orð og æði, skýringa-
laust. Samt er munurinn mikill, munur listar og lífs. í
lífinu verðum vér að vinsa þau atvikin, sem lýsa mann-
inum, eins og gullkorn úr miklu af sandi lítilsverðra at-
hugana. í sögunum, sem eru listaverk, er slept öllu þvi,
sem óþarft er, og aðeins þeir drættirnir teknir, sem sterk-
ast lýsa og auðkenna. Þær sýtia bylgjufaldana í öldugangi
sálarlifsins, og láta lesandann um að álykta, hvað á milli
og undir býr. Ef hann er svo sljóskygn að eðlisfari eða
sljófgaður af lestri annars konar bókmenta, að hann sjái
ekki neitt, og neiti því, að nokkuð búi undir, þá er sök-
in hans og samtimans, en ekki sagnaritaranna.
Höfundar nútímans geta ekki verið of hófsamir, því
að þá eru þeir hræddir um, að fólki sjáist yfir hvað þeir
eru að fara. George Eliot, svo að eg taki aðeins eitt
dæmi, lætur sér ekki nægja að leggja hvert kjarnyrðið af
öðru í munn Mrs. Poyser (í Adam Bede), heldur bendir
hún lesandanum að taka eftir þeim með því að láta síra
Invine segja urn hana: »She is (|uite original in her talk,
too; one of those untaught wits that help to stock a
country ivith proverbsc. En höfundur Njálu segir um
heimkomu Bjarnar og Kára: »húsfreyja spurði þá tíðenda
og fagnaði þeim vel«. Og hann á heldur á hættu, að
fjöldi lesanda taki ekkert eftir því, sem hann á við, held-
ur en að tyggja í þá og segja: húsfreyja var svo óðfús
uð vita um framgöngu bónda sins, að hún hafði spurt þá
tíðenda áður en hún gætti að heilsa þeim. — En skyldi
höfundur, sem er svo athugull um smámuni, vera óvit-
andi um það, sem meira er?
»Ef þú vilt láta verk þin lifa lengi, segir Lichtenberg,
þá rnáttu ekki horfa i að hneppa það saman í eina máls-
grein, sem aðrir mundu hafa skrifað um heila bók«. Það