Skírnir - 01.06.1919, Page 59
„Ok nemndi tiu höfuðit“ —
Flestir munu kannast yið frásögn Njálu um það, er
Kári hjó Kol Þorsteinsson:
»Þenna hinn sama morgin gekk Kári í borgina. Hann
kom þar at er Kolr taldi silfrit. Kári kendi hann ok
hljóp at honum með sverð brugðit ok hjó á bálsinn. Enn
hann taldi silfrit — ok nemndi tíu höfuðit, er þat fauk
af bolnum«. (Njáls saga. Rvík 1894, kap. 158, bls. 432)..
Svipuð er frásögn Laxdælu um Auðgísl og Þorgils
Hölluson:
»Þorgils rekr nú at telja silfrit. Auðgísl Þórarinsson
gekk þar hjá, ok í því er Þorgils nefndi tíu, þá hjó Auð-
gísl til hans. ok allir þóttust heyra, at höfuðit nefndii
ellifu, er af fauk hálsinumc. (Laxdæla saga. Rvík 1895,.
kap. 67, bls. 211).
Þá er eitt dæmið í Ilíonskviðu Hómers (X. bók, 457.
erindi) þar sem sagt er frá þvi, er Diómedes sneið höfuðið-
af Dólon. í riti sínu um líkamsparta dýranna (III. bók,.
10. kap.) minnist Aristoteles á þá trú, að afhöggvin höfuð
nianna mæli, og getur þá þessa erindis Hómers. Hann
segir:
»Sumir segja nú þetta og vitna til Hómers svo sem
hefði hann þess vegna kveðið:
^O'syyojj.évT] 5’ apa “O'jys xapYj xoviYjatv
(hið mælandi höfuð til moldar hneig)
en eigi ^O'syyoij.svo'j (mælandans). í Karíu lögðu menn
nógu mikinn trúnað á slikt til að sakfella innborinn mann.
Því að þegar prestur hins hertýgjaða Seifs var myrtur og