Skírnir - 01.06.1919, Side 61
íSkírnir]
Ok nemndi tiu köfuðit11 —
155
það, að afhöggvin höfuð raæli aldrei orð frá munni, og er
þá eftir að skýra, hvernig sögur þær, er eg nú hefi greint,
•eru til orðnar.
Tvent ber til hverrar sögu. Annars vegar það, sem
^gerist i raun og veru, hins vegar það, hvernig þeir, sem
viðstaddir eru, skynja það, sem gerist, Eg fyrir mitt leyti
efast ekki um, að sjónar og heyrnar vottar að þessum við-
hurðum sögðu frá þeim eins og þeir komu þeim fyrir
Æjónir og lieyrn, enda segir Laxdæla með berum orðum:
^ok allir þóttust heyra, at höfuðit nefndi ellifu,
•er af fauk hálsinum« Hún skýrir að eins frá því hvernig
Í>etta var fyrir skynjan þeirra, sem viðstaddir voru, en
segir ekkert um það, hvort höfuðið talaði eftir að það var
-af höggvið. Þar sem nú gera verður ráð fyrir, að höfuðið,
m e ð a n það sat á hálsinum, hafi mælt þau orð sem menn
beyrðu, er það fauk af honum, þá þarf að eins að skýra
divernig á því stóð, að menn heyrðu orðin samtímis því
•er gerðist síðar en þau voru töluð.
Þetta getur sálarfræðin gert me5 því að benda á ein-
íaldar athuganir og tilraunir. Þannig segir William Ja-
mes: »Því hefir fyiir löngu verið veitt eftirtekt, að þegar
um tvær skynjanir ev að tefia og athyglin beinist með
■eftirvæntingu að annari þeirra, þá er hætt við að hin
foægist frá meðvitundinni um stundarsakir og virðist koma
á eftir hinni, þó að báðar séu í raun og veru af samtímis
-atburðum. Eitt algengasta dæmið sem greint er í bókum
•er það, að læknar sjá stundunri)lóðið streyma úr hand-
leggnum á þeim, sem þeir taka blóð, áður en þeir sjá
liíldinn fara inn úr skinnjnu. Á líkan hátt getur það
iborið við, að smiðuiinn sjái neistaflugið áður en hann
sér hamarinn falla á járnið. Það er þannig talsvei't örð-
ngt að greina nákvæmlega, h v e n æ r tvær áverkanir
koma, þegar þær vekja ekki jafnmikla athygli báðar og
þegar sín er af hvoru tæi«. (W. James: The Prineiples
of Psychology. Vol. I, bls. 409).
Tilraunir hafa verið gerðar með þeim hætti, að vísir
or látinn snúast fyrir kringlóttu spjaldi, sem markað er