Skírnir - 01.06.1919, Page 62
1E6 „Ok nemndi tíu höfnðit11 — [Skirnir
tölurn líkt og klukkuspjald. Eu svo er um búið að bjalla
hringir þegar vísirinn ber í ákveðna tölu á spjaldinu og
má stilla hann upp á hvaða lölu er vill. Reyndur á núr
að segja, hvar vísinn er i livert skiftið, er bjallan hringir..
Reynslan sýnir, að sé athyglinni beint að hljóðinu, þá
virðist það koma áður en vísirinn er kominn í þá stellingu,.
sem hringir bjöllunni. Beinist athyglin hins vegar að vis-
inum, þá er hann kominn lengra þegar hljóðið heyrist,.
heldur en hann var í raun og veru, þegar bjallan hringdi.
Athyglin greiðir þannig fyrir þeirri skynjan er hún bein-
ist að, en hamlar hinni, svo að hún kemur seinna til
vitundar. (Sjá Alfr. Lehmann: Grundzúge der Psycho-
physiologie. Lpz. 1912, bls. 522—525).
Mér virðist þetta nægja til að skýra frásagnir Njálu,.
Laxdælu og Hómers og aðrar slíkar. Auðsætt er, að at-
hygli áhorfandanna hefir öll beinst að högginu og höfðinu.
sem fauk af bolnum. En bein afleiðing af því var það,.
að þeir heyrðu ekki orð hinna vegnu um leið og þeir
mæltu þau, heldur þá fyrst er af var höfuðið. Þeir lýstu
því sem þeir sáu og heyrðu eins og það kom þeim fyrir
sjónir og heyrn. Það er óljúgfróðia aðal.
Guðm. Finnbogason.