Skírnir - 01.06.1919, Page 66
Lækningar fornmanna
eítir
Steingrim Matthiasson.
Norskur læknir Dr. Fr. Grön hefir bæði í Norsk Magasin for
Lægeviienskaben, Kristjania 1908 (Nogle Bemærkninger om Mid-
delalderens medicinske Videnskab i Norden) og í tímaritinu Janus,
Haarlem 1908 (Altuordi che Chirurgie) skrifað jtarlega um lækn-
ingar á Norðurlöndum fyr á öldum, og hefir hann þar tiltínt alt,
sem þar að ljtur úr sögum vorum og öðrum fornbókmentum. Próf.
Finnur Jónsson hefir einnig með venjulegum dugnaði fengið tíma
til að rita fróðlegan bækling um sama efni (Lægekunsten i den
nordiske Otdtid. Kbh. 1912.
Allar þessar ritgerðir hefi eg lesið mór til gagns o' gamans og
haft mér til stuðnings við samningu þessarar ritgerðar. Eu eg vil
taka það fram, að eg hafði áður en eg las þær tekið saman efnið
og uppistöðuna í mína ritgerð með sjálfstæðri rannsókn. Segi eg
þetta til að firra mig óróttlátri ásökun um að hafa farið í smiðju
til ofannefndra vísindamanna.
Innan um steinaldarmenjar, sem fundist hafa í Dan-
mörku, Frakklandi og víðar, eru hauskúpur með kringl-
óttu eða sporöskjulöguðu gati, sem hefir verið meitlað eða
tálgað með tinnuknífi gegnum höfðuðskelina. Það er auð-
séð á sárröndunum, að sumir mennirnir hafa lifað lengi
eftir aðgerðina.
Þetta eru fyrstu menjar um lækningar í fornöld og
gegnir furðu, að menn svo snemma á tímum skyldu ráð-
ast í að fremja svo hættulega aðgerð. En í hvaða tilgangi
var það gert? Um það eru visindamenn ósáttir. Sumir
halda að tilgangurinn hafl verið að ná út sullum eða öðr-