Skírnir - 01.06.1919, Page 68
162
Lsekningar fornmanna.
[Skírnir
»Ljóð þau kank
ea kannat þjóðans kona
ok manuakis mögr.
Hjalp heitir eitt« o. s. frv.
»Þat kank annat
es þurfu ýta synir,
þeirs vilja læknar lifa« o. s. frv.
Sjálfsagt liefir það komið sér vel, að galdramenn værit
raddmenn góðir, engu síður en það þykir nú mikill kost-
ur á hverjum presti, að hann kunni vel að tóna.
Það er engum vafa bundið, að það muni hafa geta&
dregið mikið úr þjáningum að hlusta á góða galdra, ef
vel var »galit«, því alkunnugt er, að söngur hefir sefandi
álirif á sorgir og sársauka. Og líka hefir það mátt sín
nokkúrs, að galdramaðurinn syngi svo hátt, að hærra léti
en hljóðin í sjúklingnum, svo að hvorki heyrði hann leng-
ur til sjálfs sín né heldur heyrðu hinir, sem við vora
staddir, óp hans og vein.
»Ríkt gól Oddrún
ramt gól Oddrún
bitra galdra
at Borgnvju« —
stendur í Oddrúnargrát, einu af Eddukvæðunum. Oddrún
er fyrsta yfirsetukonan, sem sögur fara af í norrænum bók-
mentum. Borgný liggur á sæng og getur ekki fætt. Þá
kemur Oddrún,
»gekk mild fyr kné
meyju at sitja«
og gelur galdra, sennilega hátt og snjalt. Borgný varð
léttari og hefir eflaust flýtt fyrir fæðingunni, að söngur-
inn og töfrakvæðin drógu úr sársauka hennar líkt og
klóróformið, sem við nú notum. En ekki hefir það spilt7
ef hún hefir kunnað einnig að rista rúnir.
»Bjargrúnar skalt kunna,
ef bjarga vilt
ok leysa kind frá konum;