Skírnir - 01.06.1919, Síða 69
Sklinir
Lækningar fornmanna.
163
á lófum skal rista
ok of liðu spenna
ok biðja þá dísir duga^.1)
Þessar og fleiri rúnir kennir Sigurdrífa eða Brynhild-
ur Sigurði Fáfnisbana eftir að hann hefir rist brynju af
henni og vakið hana á fjallinu. í því sambandi má ekki
gleyma að minnast á hve bæn sú er fögur, sem hún bein-
ir til guðanna fyrir sina hönd og Sigurðar, því hún er
sannarlega vel viðeigandi enn, t. d. í læknadeild liáskól-
ans, fyrir þá læknisnema sem kvongaðir eru:
»Mál ok manr.vit
gefit okkr mærum tveim
ok læknishendr, meðan lifurn!«
Því næst kennir hún honum auk góðra galdra ok
gamanrúna ýmsar heilsurúnir, t. d.:
»Limrúnar skalt kunim,
ef vilt læknir vesa
ok kunna sár at sóa;
á berki skal rista
ok á baðmi viðar,
þeims lúta anstr limar«.
Rúnir og galdrastafir tiðkuðust langt fram eftir öldum
gegn sjúkdómum sem öðru böli. En rúnirnar gátu verið
tvieggjað sverð, ef sá kunni eigi með að fara, sem risti.
Við hverjum sjúkdómi, áttu alveg ákveðnar rúnir —
héldu menn þá, eins og enn er alment haldið, að ákveðin
lyf séu til við hverjum sjúkdómi. Þetta sést á Egils sögu
(kap. 72.). Stúlka hefir lengi verið veik. Piltur á næsta
bæ hafði rist rúnir í því skyni að lækna hana, en við það
hefir henni hríðversnað. Þá ber Egil að. Hann lætur
sýna sér keflið, sem rúnirnar voru ristar á. og þykist þá
fljótt sjá, að þær eigi alls ekki við. Það er sagt um suma
lækna á vorum dögum, að þeir eigi það til, þegar þeir
eru sóttir til sjúklings, sem annar læknir hefir stundað
*) Bartels: Die Medizin der Naturvölker hls. 197 segir að villiþjóðir
risti enn eða máli rúnar í lófann og annarstaðar til að „leysa kind frá
konnm.u
11*