Skírnir - 01.06.1919, Síða 76
170
Lækningar fornmanna.
[Skirnir
r
-kendastur allra lækna á íslandi í fornöld, eins og síðar
skal nánar sagt frá
Víða í sögunum er getið um lækna, bæði karla og
konur — t. d Álfgerði lækni i Fljótsdælu, Þorvarð lækni
á Svalbarði í Vápnfirðingasögu, Hildigunni dóttur Stark-
aðar í Njálu, Grímu i Fóstbræðrasögu (>svarkr mikill, ger
at sér um mart, læknir góðr ok nökkut fornfróð«, kap.
23.) og í Sturlungu um Þormóð, Brand, Vilhjálm, Helga
Skeljungsson, Dálk lækni o. fl. Enn fremur er getið um
ýmsa merka höfðingja, sem þóttu læknar góðir, eins og
Sverri konung, Snorra goða, Hjalta Skeggjason, Njál o. fl.
Sjálfsagt hefir þ ið oft tíðkast, að konur gengi í valinn
til að hjúkra særðum mönnum. Konur hafa löns;um verið
englar mannanna. Fagurt dæmi þess sést í Víga-Glúmssögu
(kap. 23.), þegar þeir Glúmur og fjandmenn hans eigast
við sem óðir hundar á Hrísateigi »Þess er getið, at Hall-
■dóra, konaGlúms, kvaddi konur með sér, — »ok skulum vér
binda sár þeira manna. er lífvænir eru, ór hvárra liði sem
er«. Enn er hon koro at, þá féll Þórarinn fyrir Mávi,
■ok var öxlin höggin frá, svá at lungun fellu út í sárit.
Enn Halldóra batt um sár lians, ok sat yfir honum til
þess er lokit var bardaganum«. — Á eftir fær hún snuprur
fyrir það hjá Glúmi að hafa bjargað lífi fjandmanns hans.
Þórarinn lá í sárum alt sumarið og varð græddur.
Eftir sama bardagann er þess getið um Helgu systur
Glúms, að hún tók við syni sínum Þorvaldi tasalda, sem
var mjög sár, — »l'ægði hon sár hans ok batt síðan« og
varð hann einnig græddur.
í Olafs sögu helga er einkar fróðleg 'lýsing á því,
hvernig særðum mönnum var hjúkrað eftir orustuna á
Stiklastöðum. Þar liggja sárir menn úr liði Olafs konungs
í bygghlöðu einni og er þar hjúkrað af konu, sem er livort-
tveggja í 8enn, læknir og hjúkrunarkona. Sjá Flateyjarbók
II. bls. 363 — 366.
»Þar váru martrir menn mjök sárir ok lét hátt í holsárum
manna eða höfuðsárum, sem náttura er til stórsára.--Kona
ein vermdi vatu í katli til þess að fægja sár mauna. — — —