Skírnir - 01.06.1919, Side 84
178
Lækningar fornmanna.
[Skírnir
þrautir af ýmsum ástæðum hverfa oft þjáningarnar, og.
kemur það sér vel, þó það oft sé að eins um stundarsakir.
Það er eins og brunasárið í húðinni dragi sársaukann út
á við, eða tilflnningin hið innra sljófgist um leið og tauga-
hríslurnar í hörundinu ýfast við brunasársaukann.
Enn fremur sést, að hann hefir notað blóðtökur með'
góðum árangri. Blóðtökurnar hafa svipaða þýðingu og
brenslan. Þær draga úr sársauka og geta oft bætt mikið
í bili að minsta kosti, stundum jafnvel eytt ýmis konar
bólguveiki. Þetta liefir alt verið óþekt liér á landi áðurr
og hafa því þessar nýmóðins lækningar Rafns vakið’
mikla eftirtekt, enda streymdi fólk til hans, og hefir ekki
spilt til, að lækningin var ókeypis, heimill matur o s.
frv. En merkasta lækningin, sem sagan getur um at
Rafn liafi framið, var sú, að hann læknaði mann mjög
þungt haldinn af steinsótt, með skurði. Frá því segir
þannig:
»í sveit Rafns varð maðr þrotráða, er hót Marteinn ok var
Brandsson; hann hafði steinsótt, svo at því mátti hann eigi þurft
sækja, er steinninn fell fyrir getnaðarliðu hans. Síðan tók Rafn við
honum, ok hafði nann með sér lengi, ok létti hans meini með mik-
illi íþrótt; ok svo sótti meinit at, honum, að hann varð banvænnr
ok lá bólginn sem naut, ok þá heimti Rafn til sín presta sína, ok,
þá menn er vitrastir vóru með honu.n, ok spurði, hvort þeim þótti’
sjá maðr fram kominn fyrir vanmegnis sakir, en allir sögðu at þeim-
þótti hann ráðinn til bana, nema atgerðir væri hafðar; en Rafn
sagði, at hann mundi til taka með guðs forsjá ok þeirra atkvæðí.
Ok þá fór hann höndum um hann, ok kendi steinsins í kviðinumr
ok færði hann fram í getnaðarliðinn svo sem hann mátti, ok batt
síðan fyrir ofan með hörþræði, svo at eigi skyldi upp þoka stein-
inum, ok öðrum þræði batt hann fyrir framan steininn, ok þá bað
hann, at allir skyldu syngja V pater noster þeir er inni
vóru, áðr hann veitti atgerðina. Ok síðan skar hann um endi-
langt með kuifi, ok tók í brott tvo steiua; síðan batt hann við-
smjör við sárit, ok græddi hann svo at hann varð heill«. (Bisk. Ir
bls. 644).
Hér liefit' auðsjáanlega að eins verið að ræða um steina
í þvagrásinni, en ekki í blöðrunni, og skurðurinn, sem