Skírnir - 01.06.1919, Page 89
Sannfræði íslenskra sagna.
Með ^sannfræði®1) á jeg við það, sem annars er oft
líallað áreiðanlegleiki eða trúverðugleiki, en þessi tvö orð
eru bæði þunglamaleg og hið siðara ekki talið góð íslenska.
»Sagna< er tvírætt og getur bæði komið af sögn og saga;
i þessu máli stendur á sama, hvort heldur er. Líka hefði
það mátt heita »arfsagna«, því að það eru íslenskar arf-
8agnir að fornu, sem jeg ætla að fara nokkurum orðum um.
Aftur og aftur hefur það verið rætt, hvort og að hve
tniklu leyti íslenskar sögur, hvort heldur eru íslendinga-
^sögumar eða konungasögurnar, væru sannar eða áreiðan-
legar. Jég hef heyrt gáfaða islenska konu segja, að hún
tryði hverju orði, sem i sögunum stæði — og svo hafa
vist flestir íslendingar gert. Þó var Árni Magnússon ekki
-auðtrúi á alt, einkum t. d. i Njáíu, en hana var líka ein-
■stakur maður í þvi sem flestu öðru. Próf. B. M. Olsen
hefur viljað rengja mjög Gunnlaugssögu nú að síðustu og
rýra sannfræði hennar. En einkum hafa útlendir menn
gerst til þess að efast um sannfræðina, og sumir viljað
gera sem minst úr henni, skipað sögunum á bekk með
skáldsögum vorra tíma, krufið, þær og kramið sem væru
Þær slíkar sem þær. Aftur hafa ekki aðrir farið svo langt,
•en. játað, að í þeim væri sannfræði, en þar með líka skáld-
skapur, sona hjerumbil hálft af hvoru, enda væri ekki við
•öðru að búast um frásagnir er gengið hafa í munni ætt
■eftir ætt, öld eftir öld, og hættir þá oft þeim sömu mönn-
'Utn við, að gera þennan tíraa nokkuð lengri en hann var
') Orðið er allgamalt.