Skírnir - 01.06.1919, Side 90
184
Sannfræði islenskra sagna.
[Sbirnir
eða þurfti að hafa verið. Hvorura tveggjum hættir líka
við að líta á förnöldina alveg sömu augum sem á nútíðina,.
og ætla, að arfsagnir hafl átt við sömu kjör að búa sem
t d. á 17. og 18. öld, — en á því var efalaust þó hinn
mesti munur; lífið var gjörólíkt og kjörin þar með lika.
Það er ein hin meinlegasta villa, sem fræðimenn vorra
daga gera sig seka í, þegar þeir bera þess háttar skoðanir
fram; reyndar má víst segja — og það segja þeir —, að
mannsandinn sje ætíð sjálfum sjer líkur. En hinu má þó
aldrei gleyma, að hann er órjúfanlega bundinn við hverrar
aldar siði og menníngarstig og háður öllu »umhverfi«.
Því verður nú engan veginn neitað, að finna má vill-
ur í sögunum, bæði af einu og öðru tæi, og stundum er
ilt að samræma stöku atriði í þeim, þegar sagt er frá því
sama með ólíku móti, þvi ekki getur nema önnur frá-
sögnin verið rjett, — geta báðar verið rángar. Lika sjest
ekki sjaldan, að tímatal er eða hlýtur að vera ruglað
nokkuð. Stundum er farið mannavilt o s. frv.
Andspænis þessu og þvílíku er aftur mart, er sannað
verður að sje rjett eftir öðrum áreiðanlegum heimildum,
stundum útlendum; og mart, sem eftir öllu að dæma er
svo sennilegt, að ekki verður neitt haft á frásögninni. Oft
ber svo til, að smávægisatriði fá alveg óvænta birtu yfir
sig og sannast af nýjum rannsóknum á fornum munum og
hlutum, hverju nafni sem nefnast. Ekkert getur betur
sannað eða ósannað frásagnirnar en fornfræðisrannsóknir
og nýir fundir eða nýjar rannsóknir eldri funda og hluta,
Það er um slíkt að hjer skal farið fáeinum orðura.
Sem dæmi þess, hve varkár maður þart' að vera í
dómum sínum, skal eins litils atriðis getið. í frásögninni
um Nizarorustu milli Haralds harðráða og Sveins Úlfssonar
er þess getið, að er ósigur Sveins var vís orðinn, flýði hann úr
bardaganum til lands, en með tilstyrk Hákonar jarls ívars-
sonar. Sveinn hitti kotbæ á landi, og var þar bóndi með konu
sinni. Þar fjekk hann beina, en kerling var nokkuð skass-
fengin og grófyrt, og mælti háðulega til Sveins, hún vissi
ekki hver hann var; hún barmaði sjer út af því, að »þau