Skírnir - 01.06.1919, Page 94
188
Sannfræði islenskra sagna.
[Skirnir
ríkt lengur og látist á siðnsta hluta (fjórðúngi) 6. aldar*
Jeg vil vekja athygli á því, að geri maður 30 ár fyrir
hvern lið í ættinni frá Aðils og til Rögnvalds, sein kvæð-
ið er um, þá verða það 11X30=330; ef reiknað er, a5
Rösnvaldur hafi lifað til um (880-t-330) 550, og munar
það minstu og það sem áður var talið. Það er því óhætt
að telja ævi þeirra Ottars og Aðils eins og Ncrman gerir.
Nú kemur enn eitt atriði merkilegt til greina. Snorrí.
nefnir ekki nema 3 konúnga, er h e y g ð i r hafi verið að
Uppsölum, en það eru þeir Aunn, Egill og Aðils. Utn
Ottar son Egils skal síðar talað. Nú ber þessu svo heim,.
að sú ályktun kemur svo að segja af sjálfri sjer, að þá
er austasti haugurinn Aunshaugur, sá í miðið Egils og hinrt
vestasti Aðils. I Ynglíngatalsvísunum um þessa konúnga
er ekki saiít, hvar þeir sjeu heygðir, en það kaun að1
hafa staðið í þeim erindum, sem týnd eru En svo mikið
er vist, að kvæðið segir, að bæði Aunn og Aðils hafi dáið
»at Uppsölutn«, og er þess ekki getið um neina aðra af
Ynglingakonúngum.
Þess skal getið, að sumir fornfræðíngar vilja skifta
um haugana og telja hinn austasta ýngstan og hinn vest-
asta elstun. Þetta sýnir, að aldursmerki hlutanna eru
nokkuð hæpin, þegar um ekki lengri tíma er að ræða, en
að eins nokkra árutigi. En það kemur öllum saman um,
að haugarnir allir eru frá því tímabili, sem nefnt hefur
verið.
Af þessu leiðir þá aftur — og þarf eiginlega ekki að
orðast frekar —, að sannfræði sagnanna uin þessa Yng-
línga-konúnga styrkist, arfsögnin, hvoit sem hún heldur
stufar frá kvæði Þjóðólfs meðan það var fyllra til, eða
hún hefur lifað á vörum manna alt til Snorra tíma, reyn-
ist sönn að vora, og má það aftur styrkj i aðrar sögu-
sagnir lians.
Hið (sann)sögulega gildi þessara fornsagna verður því
stórmikið eftir þessu, og þær verður hjereftir að skoða
öðruvísi en oft hefur verið gert að undanförnu. Nerman
segir svo: »Rannsóknin hjer á undan hefur að mestu