Skírnir - 01.06.1919, Síða 96
Sannfræði íslenskra sagna.
[Skírnir
1‘jO
Syjþjóð. Það eru grafir með skipum (menn heygðir í
skipum), 14 talsins, og frá miðri 7. öid að tali fornfræð-
ínga. I þesssum gröfum hafa fundist hinir mestu og ágæt-
ustu dýrindisgripir. Höfðínginn (því að það eru vitanlega
höfðíngjaleiði) er í elstu leiðunum grafinn með öllum her-
klæðum, brynju, hjálmi, sverði og öðrum vopnum, verk-
færum og alidýrum o. s. frv. En arfsagnír urn þessi leiði
eru ekki til. Þar í grendinni er líka einn ákaflega mikill
háugur, er líkist mjög Uppsaluhaugunum, og hann hefur
sveitafólkið þar kallað »Óttarshaug«, svo lángt sem hægt
er að rekja nú, en það er reyndar ekki lengra aftur í
tímann en til 1677, en það þykir mega telja vist, að nafn-
ið sje miklu eldra — og ævagamall arfur —, en ekki til-
búið af lærðum mönnum á 16. eða 17. öld. Og ef svo err
getur ekki verið að tala um aðra konúnga eða stórmenni
en »Ottar vendilkráku*. Eftir tímatali því, sein áðurvar
getið, ætti eða gæti Ottarr, hafa lifað á fyrri hluta 6. ald-
ar og dáið,. segjum um 530. Ottarshaugur var nú brotinn
og rannsakaður 1916. Þá reyndist svo, að hann líktist
mjög Uppsalahaugum að gerðinni til; lík hins hauglagða
var brent, eins og í þeim, og munirnir, sem fundust, svör-
uðu til þeirra í Uppsalahaugunum, og engin vopn. A&'
stærðinni til var haugurinn mitt á milli »Freys« og »Þórs«
(Egils og Aðils) hauga, enda var Ottarr milli Egils og Að-
ils. I þessum haug vildi svo heppilega til að fanst austr
rómverskur peníngur, mótaður á dögum Basíliskus keisarar
en haun var keisari 476—77. Peníngurinn var slitinn
talsvert. Af þessu og svo mununum, sem fundust, telja
fornfræðíngar það alvíst, að haugurinn sje ekki ýngri en
frá því um 550, en líklegast nokkuð eldri, með öðruffi
orðum: haugurinn á svo vel við dauðatíma Ottars, einsog
hann hlýtur að liafa verið, sem hægt er að óska sjer.
Þetta styrkir auðvitað, að nal'nið »Ottarshaugur« sje-
afarfornt og rjett. En hvernig á þá að skýra nafni&
»vendilkráka«? Það skýrist á mjög einfaldan og skemti-
legan hátt. Vendilbúar, sem nú eru, hafa auknefni i nær-
sveitunum og eru kallaðir »krákur«; þegar bændur þaðaffi