Skírnir - 01.06.1919, Side 98
192
Sannfræði islenskra sagna.
fSkirnir
löndum í Noregi skuli berjast við Aðils frá Uppsölum. En
.alt verður skiljanlegt, þegar þess er gætt, að »Upplönd«
hjetu austustu hjeruðin í Svíþjóð (hinni eiginlegu), einmitt
kríngum Uppsali Þ a ð a n var þessi Ali, hefur hann víst
verið af konúngsættinni og gert kröfur til ríkis, en flúið
þaðan og líklega dvalist í Gautlandi og þar fentið viður-
nefni sitt. Norðmönnum lá næst að skilja »upplenzki«
svo, sem það ætti við þeirra eigin Upplönd.1) Samkvæmt
Bjólfi var Ali (Omla) bróðir Ottars — föðurbróðir Aðils;
hann er víst sá sami og Ali upplenzki.
Eftir þessu mætti nú segja, að þá hafa þeir rjett að
mæla, er segja, að sögurnar sje hvorttveggja, sannfræði
-og skáldskapur. Og því verður ekki neitað, að svo er
rjett að orði kveðið, er um þess konar fornsögur er að
ræða. En þar af leiðir engan veginn, að hið sama sje
rjett um frásagnir frá s í ð a r i tímum, segjum um og eftir
900. Hjer hlýtur þó aldursmunurinn að gera töluvert til.
S k i 1 y r ð i n fyrir því, að frásagnirnar sjeu nú eða geti
verið sannar, eru alt öðruvísi, tíminn styttri, skáldakvæðin
og mart annað mætti hjer til greina. Jeg fvrir mitt levti
efast ekki fremur nú en jeg hef ætið gert og haft ástæðu
til að gera um, að m e s t u r hluti sagna vorra er s a n n -
i r æ ð i.
Finnur Jónsson.
') Sbr. P. Fahlbeck i Ant. Tidskr. VIII, 61.