Skírnir - 01.06.1919, Side 104
198
Ritfregnir.
[Skirnir
Hvílík fingra-för.
Alt með spotti spilt.
Tnngan eitur-ör.
Eg fór vega vilt.
Innra brennur bál,
lífains dagur dvín.
Eg er syndug sál.
Herra, minstu mín.
Efnið er, í stuttu máli sagt, persónuleg reynsla skáldsins, líf
bans, sóð að innan — en ekki yfirborðsmas nó aðfengiu speki.
Áhrifa annarra skálda gætir lftt eða ekki, hvorki íslenzkra nó norskra,
en norskan skáldskap þekkir Stefán vel og ann honum. — Þar eð
höf. hefir lengi átt við alvarlegt heilsuleysi að stríðn, er þess öll
von, að mikið beri á skuggum yfir sálaröldum hans, og tónarnir
sé ekki svo fjölbieyttir, sem sumir myndi æskja. En hann slær
vel þá strengi, sem harpa hans á, og mikið ber og á lí'fsgleði, þrátt
fyrir alt, og bjart er yfir kvæðunum, jafnvel þeim, er um harma
fjalla eða sjúkdóma — morgunljómi yfir oiðum og myndum, t. d.
í kvæðinu V o r s ó 1:
Seztu, æsku'Von til valda,
vorsins bláa himni lík.
Eg á öllum gott að gjalda,
gleði mín er djúp og rík.
Einu einkenni skáldsins tekur nákvæmur lesari eftir, nfl. þeirri
forngrísku ró og takmörkun, sem fram kemur í frásögninni um
nepjunæðinga lífsins — skáldið vill forðast öfgar og ekki gefa sig
á vald viðnámslausum harmi; sjá t. d. kvæðin Það er ekki
ljótt og Förumannsóð.
Ástakvæðin eru mörg fögur og þar að auki má nefna hið gull-
fallega vögguljóð, E r 1 u.
Aðfangadagskvöld jóla 1912, er eg gat um áðan, er
snildarlegt að efni og orðfæri. Það er þrungið trúarlegri alvöru,
hróp um hjálp og gleði til frumvalds tilverunuar, sem skáldið sér
speglast í persónu Krists, en í reyndinni liggur kvæðið miklu dýpra,
en öll ágreiningsatriði trúarbragðanna. í því er meiri trú, meiri
»religio«, en í hálfri sálmabókinni. Það er ódauðlegt eins og Pass-
íusálmarnir.
En þrátt fyrir alla alvöruna finnur hann einnig, að
.......lífið var stundum leikur
og ljómandi ríkt af vonum.