Skírnir - 01.06.1919, Page 108
.202 Ritfregnir. [Skírnir
■henni sé í engu viljandi breytt, tjrnl fegurð sinni og hljórai á leið-
Inni frá máli til máh.
Allir kunna þessar yndialegu línur úr Gunnarshólma:
Við austur gnæfir sú hin mikla mynd
— hátt yfir sveit, og höfði björtu svalar
f himinblámans fagurtærri lind !
'Hrifni skáldsins vex með hverri línu, þær eru þrungnar fegurðar-
‘lotningu heitrar listamannssálar. Þær eru sungnar, en ekki sagðar,
— hæBtu og tærustu tónar tungunnar hljóma í þeim. — En þýð-
ángin er svona:
I Oit den knejser, denne Kæmpekrop,
og Himlens Hav dens klare Isse svaler,
höjt i det rene Blaa den rager op.
Þó að margt megi þannig að þýðingunum finna, þá eru þær
þó yfirleitt vel af hendi leystar, sumar ágætlega, t. d. þýðingin á
/Skarphéðni í brennunni. Vandvirkni þýðarans, smekkur hans og
akáldleg tilfinning hafa hjálpast að um að gera þýðingarnar að góðu
sýnishorni margs hins bezta, sem til er f ný íslenzkri Ijóðagerð.
Allir þeir, sem unna heiðri Islands út á við, bera því hlýjan þakk-
arhug til hins danska skálds fyrir þrekvirki hans.
Bókinni fylgir vel ritaður inngangur eftir þýðarann, þar sem
>hann segir nokkuð frá bókmentum vorum á 19. öld, og enn fremur
'þær skýringar á kvæðunum, sem eru útlendum lesendum nauðsyn-
, legar. Dansk-íslenzka félagið á þakkir skildar fyrir útgáfuna, sem
•er hin prýðilegasta.
Kristjáa Albertsson.
.Jónas Gaðlaugsson: Breiðfirðingar. Guðm. G. Hagalín
'þýddi. Reykjavík 1919. Bókaverz’un Guðm. Gamalíelssonar.
I bók þessari eru 5 smásögur, og kom út á dönsku árið 1915.
Húti er liið síðasta, sem Jónas heitinn Guðlaugsson skrifaði, og hefir
nú verið þýdd á fslenzku af manni, sem hvorki skilur dönsku né
■kann að rita fslenzku svo sem til hefði þitrft að þýða hana sóma-
rsamlega.
Þó að J. G. hafi ekki verið mikið söguskáld, hefir hann þó
dottið ofan á góð efni. Fj'rsta sagan, »Fórn árinnar«, hefði getað
orðið átakanleg, sígild mynd af íslenzkri eymd, af aflleysi mann-
verunnar gegn kúgun harðrar náttúru. Síðasta sagan, »Gömul saga«,
hefði getað otðið sönn og hugnæm lýsing á mætti íslenzkrar þjóð-
trúar, af tökum dulsagnanna á náttúruböcnunum, — hvernig þær