Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1920, Side 10

Skírnir - 01.12.1920, Side 10
232 Jón Jónsson Aðils. [Skirnir að vera með sér þar í Vallekildeskólanum í háskóla- leyfum og öllurn þeim stundum, er hann vildi og mætti af missa frá söguiðkunum sínum. Þekktist Jón þetta og var þar oftlega síðan tíma og tíma. Var hann þar mjög í hávegum hafður, söng og skemmti mönnum í skólanum með frá8ögnum úr Islendingasögum. Tvo vetur eða vetrar- parta var Jón enn fremur kennari eða flutti fyrirlestra fyrir nemendur í skólanum, fyrst veturinn 1892—1893, sama ár sem Trier dó, og síðar veturinn 1895—1896. En það er til marks um dálæti Triers á Jóni og örlæti hans, að iðulega sendi Trier Jóni, er hann var í Kaupmanna- höfn, kassa með ýmsu góðmeti, er vel gat komið fátæk- um stúdentum, og lét þau ummæli fylgja að Jón skyldi hviklaust senda kassann aftur jafnóðum sem tæmdur væri, og myndi hann jafnskjótt fylltur aftur í Vallekilde og send- ur Jóni. Auðvitað hagnýtti Jón sér þetta ekki eins og til var ætlazt, en vel sýnir þetta dæmi örlæti Triers, enda vissi hann, að Jón var maður fátækur og að hann hafði lítið skotsilfur annað en styrk þann, sem íslenzkir stúdent- ar fengu þá á Garði og nam um þetta leyti 40 kr. á mánuði, meðan Garðvistin hélzt, en það var 4 ár. Þess skal í þessu sambandi getið, að fjárstyrks nokkurs naut Jón og hjá Jóni skipstjóra bróður sínum í Melshúsum, meðan hann var að námi, einkum eftir að Garðvistinni var lokið, og enn freraur hjá Þórði hafnsögumanni Jóns- syni i Ráðagerði, mági sínum. Þá var og Jóni boðið í leyfum sínum að taka með sér einn vina sinna íslenzkan til Triers í Vallekilde. En við þessa kynning sína á einum hinna ágætustu manna lýðháskólastefnunnar í Danmörku fekk Jón mæt- ur á þessari fræðslustefnu, sem bert er af grein eftir hann í blaðinu Elding 1901, um alþýðumenntun Dana, og all- langri ritgerð eftir hann í 8. árg. Eimreiðarinnar um alþýðu- háskóla í Danmörku, sem ritaðar eru af miklum yl til þessarar stefnu eða kennsluaðferðar. Hér skal enginn dómur lagður á þessa fræðslustefnu eða grundvöll þann, er hún hvílist á. En hitt er víst, að kynning Jóns af

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.